Þingkona í ræktinni hjá systur sinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:56 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var gagnrýnd fyrir ferð í ræktina. Vísir/Vilhelm Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska. Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““ Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““
Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira