Þingkona í ræktinni hjá systur sinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:56 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var gagnrýnd fyrir ferð í ræktina. Vísir/Vilhelm Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er gagnrýnin á Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins. Sú síðarnefnda fór í líkamsræktarstöð systur sinnar í dag en líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan fyrir páska. Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““ Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ásta birti færslu á Twitter í kvöld. Þar má sjá skjáskot af Facebook-færslu sem Silja Dögg birti, með mynd af sér í ræktinni. Af texta færslunnar má ráða að Silja sé mætt í líkamsrækt með systur sinni, sem er eigandi Orkustöðvarinnar í Reykjanesbæ. „Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn,“ skrifar Ásta Guðrún og spyr hvort ríkisstjórnin sé „alveg klofin í þrennt.“ Þingmaður ríkisstjórnarflokks notar tengsl sín til þess að gera það sem almenningi er bannað. Montar sig á FB í þokkabót. Kunnuglegt stef og afleiðingarnar verða engar frekar en fyrri daginn.Er þessi ríkisstjórn alveg klofin í þrennt? https://t.co/jHPlfKo8uG pic.twitter.com/jZy4zM6f3u— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) April 12, 2021 Silja Dögg fær fín viðbrögð á Facebook-færsluna og hefur fengið hrós fyrir framtakið í athugasemdum við hana. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem setja „like“ við færsluna. Segist einfaldlega heppin með systur Í samtali við Vísi segist Silja Dögg ekki hafa komist í líkamsrækt vegna tengsla sinna sem þingmaður. Hún sé einfaldlega svo heppin að systir hennar eigi líkamsræktarstöð, sem hún hafi boðið henni að koma með í. „Það er ekkert merkilegra en það,“ segir Silja Dögg og segir gagnrýnina hafa verið viðbúna. „Þetta er ekki opin stöð. Hún er lokuð og það er enginn að fara þarna nema ég og systir mín. Hún er ekki að opna þarna fyrir vini og vandamenn.“ Silja Dögg segist þó skilja gagnrýnina. Hún átti sig á því að marga langi eflaust í ræktina og búi ekki svo vel að eiga systur sem eigi líkamsræktarstöð. „Ég er bara mjög heppin að hún bauð mér með sér, en stöðin er lokuð og verður það þangað til annað er leyft,“ segir Silja Dögg. Hún kveðst ekki hafa beðið systur sína um að taka sig með í ræktina. Hún ítrekar þá að aðgangur hennar að stöðinni hafi ekki haft neitt að gera með stöðu hennar sem þingmaður. Hún hefði farið með henni hvort sem hún væri á þingi. „Ég er ekki með einhver sambönd sem þingmaður. Ég mæti ekki upp í Sporthús og segi: „Já þingmaðurinn er mættur, viljið þið opna fyrir mér.““
Líkamsræktarstöðvar Framsóknarflokkurinn Alþingi Samkomubann á Íslandi Reykjanesbær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira