Fjármálaráðherra segir ASÍ stoppa það af að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað! Vilhjálmur Birgisson skrifar 14. apríl 2021 12:30 Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun