Innlent

Loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar rúmar þrjár vikur. Sumir fara endurtekið að virða móður náttúru fyrir sér.
Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar rúmar þrjár vikur. Sumir fara endurtekið að virða móður náttúru fyrir sér. Vísir/Vilhelm

Gossvæðið á Reykjanesi verður lokað á morgun vegna slæmrar veðurspár. Þetta er ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

„Veðurspáin hljóðar upp á suðaustan hvassviðri og úrhellisrigningu. Gert er ráð fyrir vindi allt að 20 m/s og úrhellisrigningu upp á 41mm,“ segir í tilkynningu.

Ljóst sé að við veðuraðstæður líkt og búast megi við á morgun verði allar leiðir, hvort heldur er gönguleiðir eða neyðarvegur viðbragðsaðila, eitt forarsvað og því geti reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila að bregðast við útköllum og sinna eftirliti á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×