„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 23:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fékk viðurnefnið ráðerralufsa í ræðu Kolbeins Óttarssonar Proppé á þingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“ Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira