WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2021 13:33 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar segir skýrslu ríkisendurskoðunar um fall WOW air vera áfellisdóm yfir stjórnsýslunni. Bæði Samgöngustofu og stjórnvöldum. vísir Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brustu þegar WOW air varð gjaldþrota í mars 2019. Ríflega sjö hundruð fyrrum starfsmenn félagsins höfðu sótt um atvinnuleysisbætur um viku eftir þrotið og ekki er ljóst hversu margir í afleiddum stöfum misstu vinnuna. Í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar um aðkomu Samgöngustofu og Isavia að falli félagsins er Samgöngustofa sögð hafa sýnt WOW air mikla biðlund þegar félagið glímdi við augljósa fjárhagserfiðleika og í sumum tilvikum starfað með viðskiptalega hagsmuni þess að leiðarljósi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, átti frumkvæði að því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir skýrsluni. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Það er að segja Samgöngustofu og stjórnvöldum fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við. Samkvæmt lögum á auðvitað að skoða flugrekstrarleyfi þegar flugfélagið er komið í svona mikinn vanda eins og þarna var,“ segir Helga Vala. Um þetta er fjallað í skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar var ástæða fyrir Samgöngustofu að herða eftirlit með félaginu strax í maí 2018 þegar stofnunin fékk upplýsingar um erfiða stöðu þess og að félagið gæti ekki staðið undir rekstri vetrarins kæmi ekki til nýtt fjármagn. „Samgöngustofa þarf að bregðast við með fullnægjandi og skjótum hætti þegar upp koma vísbendingar um fjárhagserfiðleika flugrekanda. Tryggja þarf að þegar upp kemur grunur um að flugrekandi uppfylli ekki fjárhagsleg skilyrði sem gerð eru til rekstursins geri Samgöngustofa tafarlaust ítarlegt fjárhagsmat á félaginu og geri viðeigandi ráðstafanir þegar í stað í samræmi við niðurstöður matsins,“ segir í skýrslunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í skýrslunni segir að Samgöngustofu beri skylda til þess að fella flugrekstrarleyfi tímabundið úr gildi, eða afturkalla það sé flugfélag ekki telið geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Veita megi tímabundið leyfi á meðan fjárhagsleg endurskipulagsning fari fram. „Þetta er auðvitað til þess að tryggja almenning, tryggja farþega og ferðalanga sem þurfa að komast aftur heim til sín ef flugfélag eða ferðaskrifstofa verður gjaldþrota,“ segir Helga Vala. Daginn sem WOW air varð gjaldþrota, hinn 28. mars 2019, áttu um fjögur þúsund farþegar bókað flug með félaginu og viðbragðsáætlun stjórnvalda var virkjuð til þess að koma fólki á áfangastað. Hlýtur að fara í alvarlega skoðun Samgöngustofa ætlar ekki að tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en hún telst orðið opinbert gagn sem verður að óbreyttu ekki fyrr en eftir að hún verður kynnt umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Helga Vala segir að skýrslan hljóti að fara til alvarlegrar skoðunar hjá samgöngu- og sveitarstjórarráðherra. „Þetta gerist auðvitað á hans vakt og það er skrýtið að ráðuneytið hafi verið að pikka í samgöngustofu og hafi erið að fylgjast með þessum fréttum sem bárust af vondum rekstraraðstæðum WOW um margra mánaða skeið án þess að bregðast við með fullnægjandi hætti.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm Í skýrslunnni er vísað í ágreining milli samgöngu- og sveitarstjóranarráðuneytisins og Samgöngustofu og þess að stofnunin hafi veitt ráðuneytinu misvísandi upplýsingar um eftirlit. Þar segir að alvarlegt sé að uppi hafi verið ágreiningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Samgöngustofu um hvernig bæri að haga eftirliti með svo þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki á viðsjárverðum tímum í rekstri þess. Þegar svo beri undir eigi ráðuneytið að veita undirstofnun sinni leiðbeiningar og fyrirmæli svo fljótt sem verða megi. Ekki ólögmæt ríkisaðstoð Isavia Í skýrslunni er einnig fjallað um aðkomu Isavia en í árslok 2017 fór að bera á auknum vanskilum Wow air Isavia. Skuldirnar uxu hratt þrátt fyrir einhverjar innborganir og námu ríflega tveimur milljörðum króna við gjaldþrot félagsins. Af fundargerðum og öðrum gögnum telur ríkisendurskoðun ljóst að stjórnendur Isavia hafi haldið stjórn félagsins vel upplýstri um vaxandi rekstrarvanda flugfélagsins. Stjórn Isavia hafi unnið út frá þeirri forsendu að fullnægjandi tryggingar væru fyrir skuldum flugfélagsins með kyrrsetningu loftfars á þess vegum. Ekki er talið að Isavia hafi veitt WOW air ólögmæta ríkisaðstoð samkvæmt skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar voru greiðslufrestir og lánakjör Wow air með þeim hætti að ekki var um óeðlilega ríkisaðstoð að ræða þar sem vextir voru miðaðir við markaðskjör. Horft er til þess að stjórn Isavia taldi fullnægjandi tryggingar fyrir umræddri skuld. Ekkert í lögum eða samþykktum félagsins hafi meinað því að semja við viðskiptamenn um niðurgreiðslu skulda. Hefði átt að vakta málið betur Að mati Ríkisendurskoðunar þykir ekki ástæða að gera athugasemdir við heimildir opinberra hlutafélaga til að veita slíka fyrirgreiðslu svo lengi sem hún er á viðskiptalegum grundvelli og fullvíst sé talið að hún teljist ekki til ólöglegrar ríkisaðstoðar. Helga Vala gerir þó athugasemdir við aðgerðaleysi stjórnvalda. „Fyrirtækinu var leyft að safna skuld upp á rúmlega tvo milljarða og þá veltir maður fyrir sér hvers vegna sá sem fer með eignarhaldið þar, sem er fjármálaráðherra, hafi ekki vaktað þetta betur. Að þessu væri ekki bara leyft að gerast af því þetta eru auðvitað bara okkar peningar sem fara í þetta, okkar skattgreiðenda,“ segir Helga Vala. Fyrir dómstólum hélt kyrrsetningarheimildin ekki og talið var að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna heildarskulda flugfélagsins. Kyrrsettu vélinni var flogið af landi í júlí 2019. Málaferli vegna þessa standa enn yfir. Samkvæmt skýrslunni telur Ríkisendurskoðun vafa leiki á um hversu víðtæk kyrrsetningarheimild loftferðarlaga er. „Á meðan óvissa ríkir um túlkun lagaákvæðisins er ljóst að rekstrarforsendur og umhverfi flugvallarrekanda og flugrekstraraðila munu einkennast af aukinni óvissu sem ætla má að hafi neikvæðar afleiðingar á viðskiptaumhverfi beggja aðila,“ segir í skýrslunni. WOW Air Alþingi Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brustu þegar WOW air varð gjaldþrota í mars 2019. Ríflega sjö hundruð fyrrum starfsmenn félagsins höfðu sótt um atvinnuleysisbætur um viku eftir þrotið og ekki er ljóst hversu margir í afleiddum stöfum misstu vinnuna. Í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar um aðkomu Samgöngustofu og Isavia að falli félagsins er Samgöngustofa sögð hafa sýnt WOW air mikla biðlund þegar félagið glímdi við augljósa fjárhagserfiðleika og í sumum tilvikum starfað með viðskiptalega hagsmuni þess að leiðarljósi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, átti frumkvæði að því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir skýrsluni. „Þetta er mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Það er að segja Samgöngustofu og stjórnvöldum fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við. Samkvæmt lögum á auðvitað að skoða flugrekstrarleyfi þegar flugfélagið er komið í svona mikinn vanda eins og þarna var,“ segir Helga Vala. Um þetta er fjallað í skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar var ástæða fyrir Samgöngustofu að herða eftirlit með félaginu strax í maí 2018 þegar stofnunin fékk upplýsingar um erfiða stöðu þess og að félagið gæti ekki staðið undir rekstri vetrarins kæmi ekki til nýtt fjármagn. „Samgöngustofa þarf að bregðast við með fullnægjandi og skjótum hætti þegar upp koma vísbendingar um fjárhagserfiðleika flugrekanda. Tryggja þarf að þegar upp kemur grunur um að flugrekandi uppfylli ekki fjárhagsleg skilyrði sem gerð eru til rekstursins geri Samgöngustofa tafarlaust ítarlegt fjárhagsmat á félaginu og geri viðeigandi ráðstafanir þegar í stað í samræmi við niðurstöður matsins,“ segir í skýrslunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í skýrslunni segir að Samgöngustofu beri skylda til þess að fella flugrekstrarleyfi tímabundið úr gildi, eða afturkalla það sé flugfélag ekki telið geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Veita megi tímabundið leyfi á meðan fjárhagsleg endurskipulagsning fari fram. „Þetta er auðvitað til þess að tryggja almenning, tryggja farþega og ferðalanga sem þurfa að komast aftur heim til sín ef flugfélag eða ferðaskrifstofa verður gjaldþrota,“ segir Helga Vala. Daginn sem WOW air varð gjaldþrota, hinn 28. mars 2019, áttu um fjögur þúsund farþegar bókað flug með félaginu og viðbragðsáætlun stjórnvalda var virkjuð til þess að koma fólki á áfangastað. Hlýtur að fara í alvarlega skoðun Samgöngustofa ætlar ekki að tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en hún telst orðið opinbert gagn sem verður að óbreyttu ekki fyrr en eftir að hún verður kynnt umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Helga Vala segir að skýrslan hljóti að fara til alvarlegrar skoðunar hjá samgöngu- og sveitarstjórarráðherra. „Þetta gerist auðvitað á hans vakt og það er skrýtið að ráðuneytið hafi verið að pikka í samgöngustofu og hafi erið að fylgjast með þessum fréttum sem bárust af vondum rekstraraðstæðum WOW um margra mánaða skeið án þess að bregðast við með fullnægjandi hætti.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm Í skýrslunnni er vísað í ágreining milli samgöngu- og sveitarstjóranarráðuneytisins og Samgöngustofu og þess að stofnunin hafi veitt ráðuneytinu misvísandi upplýsingar um eftirlit. Þar segir að alvarlegt sé að uppi hafi verið ágreiningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Samgöngustofu um hvernig bæri að haga eftirliti með svo þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki á viðsjárverðum tímum í rekstri þess. Þegar svo beri undir eigi ráðuneytið að veita undirstofnun sinni leiðbeiningar og fyrirmæli svo fljótt sem verða megi. Ekki ólögmæt ríkisaðstoð Isavia Í skýrslunni er einnig fjallað um aðkomu Isavia en í árslok 2017 fór að bera á auknum vanskilum Wow air Isavia. Skuldirnar uxu hratt þrátt fyrir einhverjar innborganir og námu ríflega tveimur milljörðum króna við gjaldþrot félagsins. Af fundargerðum og öðrum gögnum telur ríkisendurskoðun ljóst að stjórnendur Isavia hafi haldið stjórn félagsins vel upplýstri um vaxandi rekstrarvanda flugfélagsins. Stjórn Isavia hafi unnið út frá þeirri forsendu að fullnægjandi tryggingar væru fyrir skuldum flugfélagsins með kyrrsetningu loftfars á þess vegum. Ekki er talið að Isavia hafi veitt WOW air ólögmæta ríkisaðstoð samkvæmt skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar voru greiðslufrestir og lánakjör Wow air með þeim hætti að ekki var um óeðlilega ríkisaðstoð að ræða þar sem vextir voru miðaðir við markaðskjör. Horft er til þess að stjórn Isavia taldi fullnægjandi tryggingar fyrir umræddri skuld. Ekkert í lögum eða samþykktum félagsins hafi meinað því að semja við viðskiptamenn um niðurgreiðslu skulda. Hefði átt að vakta málið betur Að mati Ríkisendurskoðunar þykir ekki ástæða að gera athugasemdir við heimildir opinberra hlutafélaga til að veita slíka fyrirgreiðslu svo lengi sem hún er á viðskiptalegum grundvelli og fullvíst sé talið að hún teljist ekki til ólöglegrar ríkisaðstoðar. Helga Vala gerir þó athugasemdir við aðgerðaleysi stjórnvalda. „Fyrirtækinu var leyft að safna skuld upp á rúmlega tvo milljarða og þá veltir maður fyrir sér hvers vegna sá sem fer með eignarhaldið þar, sem er fjármálaráðherra, hafi ekki vaktað þetta betur. Að þessu væri ekki bara leyft að gerast af því þetta eru auðvitað bara okkar peningar sem fara í þetta, okkar skattgreiðenda,“ segir Helga Vala. Fyrir dómstólum hélt kyrrsetningarheimildin ekki og talið var að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna heildarskulda flugfélagsins. Kyrrsettu vélinni var flogið af landi í júlí 2019. Málaferli vegna þessa standa enn yfir. Samkvæmt skýrslunni telur Ríkisendurskoðun vafa leiki á um hversu víðtæk kyrrsetningarheimild loftferðarlaga er. „Á meðan óvissa ríkir um túlkun lagaákvæðisins er ljóst að rekstrarforsendur og umhverfi flugvallarrekanda og flugrekstraraðila munu einkennast af aukinni óvissu sem ætla má að hafi neikvæðar afleiðingar á viðskiptaumhverfi beggja aðila,“ segir í skýrslunni.
WOW Air Alþingi Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira