Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 15:21 Derek Chauvin (t.h.) með lögmanni sínum Eric Nelson í réttarsal í gær. Chauvin hefur aldrei rætt dauða George Floyd opinberlega. Vísir/AP Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53