Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2021 22:02 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira