Íslenski boltinn

Pepsi Max-deild karla hefst eftir tvær vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar Vals taka á móti ÍA í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla föstudaginn 30. apríl.
Íslandsmeistarar Vals taka á móti ÍA í upphafsleik Pepsi Max-deildar karla föstudaginn 30. apríl. vísir/vilhelm

Pepsi Max-deild karla hefst með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram sumardaginn fyrsta, 22. apríl, en verður seinkað um rúma viku.

Þrír leikir eru á laugardaginn og sunnudaginn eru tveir leikir á dagskránni, meðal annars stórleikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli.

Nýliðar Leiknis sækja Stjörnuna heim laugardagskvöldið 1. maí en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport sem og leikir Vals og ÍA og Breiðabliks og KR. Hinir nýliðarnir, Keflavík, mæta Víkingi í Víkinni á sunnudaginn.

Önnur umferðin hefst svo föstudaginn 7. maí með leik KR og KA á Meistaravöllum.

Afar þétt verður leikið í upphafi móts en fyrstu sjö umferðirnar fara fram á fjórum vikum.

Leikjaniðurröðunina má sjá með því að smella hér.

1. umferð Pepsi Max-deildar karla

  • 30. apríl kl. 19:15 Valur - ÍA, Stöð 2 Sport
  • 1. maí kl. 17:00 HK - KA
  • 1. maí kl. 19:15 Fylkir - FH
  • 1. maí kl. 19:15 Stjarnan - Leiknir, Stöð 2 Sport
  • 2. maí kl. 19:15 Víkingur - Keflavík
  • 2. maí kl. 19:15 Breiðablik - KR, Stöð 2 Sport

Bikarinn byrjar eftir viku

Fótboltasumarið fer formlega af stað næsta föstudag þegar fjórtán leikir fara fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla.

Keppni í Mjólkurbikarnum átti að hefjast fimmtudaginn 8. apríl en var frestað vegna samkomutakmarkana.

Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins verður leikin dagana 23.-26. apríl. Önnur umferðin hefst svo föstudaginn 30. apríl, sama dag og keppni í Pepsi Max-deild karla hefst.

Liðin í Pepsi Max-deildinni koma inn í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins sem fara fram seinni hlutann í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×