Segir miður að fólk með einkenni skuli ekki drífa sig strax í sýnatöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 12:06 Þórólfur Guðnason segir of algengt að fólk sé með flensueinkenni í einhverja daga áður en það fer í sýnatöku. Þrír greindust utan sóttkvíar í gær og segir hann að búast megi við að fleiri muni greinast utan sóttkvíar næstu daga. Vísir/Vilhelm Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku. Fleiri gætu því greinst á næstu dögum utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58