Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2021 10:46 Sænskir sparkspekingar eru afar spenntir fyrir að sjá hvernig Sveindís Jane Jónsdóttir spjarar sig í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun. Sænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira
Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun.
AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir)
Sænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira