Næstur kom Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður, sem einnig sóttist eftir oddvitasæti, með 361 atkvæði. Una Hildardóttir skipar svo þriðja sæti listans en hún sóttist eftir 1.-3. sæti og hlaut 482 atkvæði.
Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra er í fjórða sæti listans og Þóra Elfa Björnsson í því fimmta.
Forvalið hófst á fimmtudag og voru níu manns í framboði. 1.699 voru á kjörskrá og 844 greiddu atkvæði í forvalinu, eða um fimmtíu prósent. Kjörstjórn mun svo leggja fram lista með 22 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.
Hér að neðan má sjá niðurstöðu forvalsins:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson með 483 atkvæði í 1. sæti
- Ólafur Þór Gunnarsson með 361 atkvæði í 1.-2. sætið
- Una Hildardóttir með 482 atkvæði í 1.-3. sæti
- Kolbrún Halldórsdóttir með 435 atkvæði í 1.-4. sæti
- Þóra Elfa Björnsson með 421 atkvæði í 1.-5. sæti