Innlent

Ingi­björg Ólöf í fyrsta sæti og Líneik Anna í öðru

Sylvía Hall skrifar
Ingibjörg Ólöf Isaksen mun leiða lista Framsóknar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen mun leiða lista Framsóknar. Aðsend

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, hlaut flest atkvæði í forvali Framsóknarmanna í Norðausturkjödæmi og mun leiða lista flokksins í næstu kosningum. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður hafnaði í öðru sæti, en hún sóttist eftir oddvitasæti.

Líneik skipaði 2. sætið á lista Framsóknar í kjördæminu í kosningunum 2017 en þá leiddi Þórunn Egilsdóttir listann. Þórunn greindi frá því í byrjun árs að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri en hún glímir við krabbamein.

Póstkosning fór fram um sex efstu sætin og stóð kosningin yfir frá 1. mars til 31. mars. 2.207 voru á kjörskrá en níu gáfu kost á sér.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar. 612 atkvæði í 1. sæti
  2. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Fáskrúðsfirði. 529 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi Grýtubakkahreppi. 741 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps. 578 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður Akureyri. 547 atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi Kelduhverfi. 496 atkvæði í 1.-6. sæti.

Aðrir sem gáfu kost á sér voru Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karítas Ríkharðsdóttir blaðamaður og Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur Egilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×