Býst við fjölgun í sóttkví: „Þetta er bakslag“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 12:02 Víðir Reynisson í pallborðinu á Vísi VILHELM GUNNARSSON Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira