Orsök dauða 50 gæsa óþekkt og ekki búið að útiloka fuglaflensu Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 12:56 Heiðagæsin er farfugl og hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi. Hún verpur aðeins á Svalbarða, Grænlandi og Íslandi. Getty/Arterra Um 50 heiðagæsir fundust dauðar við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum í Austur-Skaftafellssýslu um helgina en orsök dauða þeirra er óþekkt. Hræin voru upp étin þegar eftirlitsmaður Matvælastofnunar kom á staðinn í gær og var því ekki hægt að taka sýni til að skima fyrir fuglaflensu. Verða sýni tekin ef fleiri fuglar finnast dauðir á svæðinu. Faraldur fuglaflensu geisar nú í Evrópu og hefur stofnunin kallað eftir því að fólk tilkynni um dauða fugla þegar orsök þeirra er ekki augljós, svo sem þegar fuglarnir hafa flogið á rafmagnslínur, á rúður eða fyrir bíla. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. „Þau afbrigði fuglaflensuveiru sem nú herja á fugla í Evrópu eru ekki bráðsmitandi fyrir fólk en þó er ráðlegt að gæta almennra smitvarna, snerta ekki dauða fugla með berum höndum og tilkynna tafarlaust um fundinn.“ Veiran geti þó valdið miklum búsifjum hjá alifuglaeigendum og leitt til niðurskurðar á öllum fuglum. Sérfræðingahópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur séu á því að alvarleg afbrigði fuglaflensuveirunnar berist hingað með farfuglum, sem farnir eru að streyma til landsins. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fuglar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Matvælaframleiðsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Hræin voru upp étin þegar eftirlitsmaður Matvælastofnunar kom á staðinn í gær og var því ekki hægt að taka sýni til að skima fyrir fuglaflensu. Verða sýni tekin ef fleiri fuglar finnast dauðir á svæðinu. Faraldur fuglaflensu geisar nú í Evrópu og hefur stofnunin kallað eftir því að fólk tilkynni um dauða fugla þegar orsök þeirra er ekki augljós, svo sem þegar fuglarnir hafa flogið á rafmagnslínur, á rúður eða fyrir bíla. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. „Þau afbrigði fuglaflensuveiru sem nú herja á fugla í Evrópu eru ekki bráðsmitandi fyrir fólk en þó er ráðlegt að gæta almennra smitvarna, snerta ekki dauða fugla með berum höndum og tilkynna tafarlaust um fundinn.“ Veiran geti þó valdið miklum búsifjum hjá alifuglaeigendum og leitt til niðurskurðar á öllum fuglum. Sérfræðingahópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að töluverðar líkur séu á því að alvarleg afbrigði fuglaflensuveirunnar berist hingað með farfuglum, sem farnir eru að streyma til landsins. Alvarleg afbrigði fuglaflensuveiru hafa meðal annars greinst á þeim slóðum þar sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Viðbúnaðarstig hefur verið aukið vegna þessa en það þýðir að allir fuglar í haldi þurfa tímabundið að vera hafðir í yfirbyggðum gerðum þar sem villtir fuglar komast ekki inn, eða í fuglaheldum húsum.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Matvælaframleiðsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira