Hjólasöfnun Barnaheilla - líka á landsbyggðinni Matthías Freyr Matthíasson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hafin og hafa fjölmörg hjól borist í söfnunina sem sjálfboðaliðar á verkstæði okkar hafa hafist handa við að laga og yfirfara. Úthlutun í samstarfi við félagsþjónustur sveitarfélaganna er farin af stað og gengur hún vel. Það er engu líkt að upplifa gleði í augum barna og ungmenna sem sjá fram á það að geta sinnt heilnæmri útivist í sumar með því að hjóla á eigin hjóli. Markmið Hjólasöfnunarinnar er að sem flest börn og ungmenni eignist sitt eigið hjól. Í ár er líka nýbreytni í starfsemi Hjólasöfnunarinnar. Hjólreiðafélagið Drangey á Sauðárkróki og Barnaheill – Save the Children á Íslandi tóku upp samstarf og eru meðlimir Drangeyjar að taka á móti hjólum í Skagafirði. Meðlimir félagsins lagfæra og yfirfara hjólin og úthluta í samstarfi við félagsþjónustuna á Sauðárkróki. Það er ánægjulegt að sjá verkefnið stækka og vaxa með hverju árinu og það er gleðilegt að uppgötva að hægt er að útfæra Hjólasöfnunina í minni þéttbýlis- og dreifbýlisstaði á landsbyggðinni sem verður þá til þess að enn fleiri börn og ungmenni hafi kost á að eignast sín eigin hjól. Vonir standa til að hægt sé að þróa verkefnið enn frekar og útfæra á fleiri stöðum á landinu á næstu árum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru reiðubúin til þess að halda utan um slík verkefni í samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. Það er ljóst að Hjólasöfnunin gengur ekki án þess að fyrirtæki og stuðningsaðilar styðji við hana. Við hjá Barnaheillum erum þakklát þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem lagt hafa okkur lið. Við hlökkum til sumarsins og vonumst til þess að sjá sem flest börn og ungmenni úti að hjóla í sumar, með hjálm á höfði og bros á vör. Höfundur er verkefnisstjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hafin og hafa fjölmörg hjól borist í söfnunina sem sjálfboðaliðar á verkstæði okkar hafa hafist handa við að laga og yfirfara. Úthlutun í samstarfi við félagsþjónustur sveitarfélaganna er farin af stað og gengur hún vel. Það er engu líkt að upplifa gleði í augum barna og ungmenna sem sjá fram á það að geta sinnt heilnæmri útivist í sumar með því að hjóla á eigin hjóli. Markmið Hjólasöfnunarinnar er að sem flest börn og ungmenni eignist sitt eigið hjól. Í ár er líka nýbreytni í starfsemi Hjólasöfnunarinnar. Hjólreiðafélagið Drangey á Sauðárkróki og Barnaheill – Save the Children á Íslandi tóku upp samstarf og eru meðlimir Drangeyjar að taka á móti hjólum í Skagafirði. Meðlimir félagsins lagfæra og yfirfara hjólin og úthluta í samstarfi við félagsþjónustuna á Sauðárkróki. Það er ánægjulegt að sjá verkefnið stækka og vaxa með hverju árinu og það er gleðilegt að uppgötva að hægt er að útfæra Hjólasöfnunina í minni þéttbýlis- og dreifbýlisstaði á landsbyggðinni sem verður þá til þess að enn fleiri börn og ungmenni hafi kost á að eignast sín eigin hjól. Vonir standa til að hægt sé að þróa verkefnið enn frekar og útfæra á fleiri stöðum á landinu á næstu árum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru reiðubúin til þess að halda utan um slík verkefni í samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. Það er ljóst að Hjólasöfnunin gengur ekki án þess að fyrirtæki og stuðningsaðilar styðji við hana. Við hjá Barnaheillum erum þakklát þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem lagt hafa okkur lið. Við hlökkum til sumarsins og vonumst til þess að sjá sem flest börn og ungmenni úti að hjóla í sumar, með hjálm á höfði og bros á vör. Höfundur er verkefnisstjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun