Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 10:31 Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun