Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar 11. nóvember 2024 10:12 Í aðdraganda kosninga er eðlilega bitist um leiðina fram á við. Þar eru línur nú hratt að skýrast. Við tölum fyrir sígandi lukku, lægri álögum, minni ríkisrekstri og meira frelsi til atvinnu og athafna. Á miðjunni er mest talað um fortíðina, hvað hefði gengið miklu betur hefðu viðkomandi bara verið við völd. Á hinum endanum er svo allt önnur nálgun. Flokkarnir sem leiða vinstrimeirihlutann í Reykjavík vilja stærra ríki og hærri skatta. “Stórir skattstofnar” bornir uppi af almenningi eins og tekjuskattur bjóða upp á tækifæri í augum þeirra, grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sömuleiðis. Tóm hús fá meira að segja sérstakan skatt. Svo á að bjóða landsmönnum evrópska vexti, en sleppa fylgifiskunum, eins og evrópskum launum, stöðnun í nýsköpun, yfir 15% atvinnuleysi yngra fólks o.s.frv. Allt eru þetta sjónarmið sem kosið verður um næstu mánaðamót, og hver frjáls sinna skoðana um þau. Öllu áhugaverðara er þegar mikill meiningarmunur er um staðreyndir dagsins í dag. Þeir sem hæst tala um nýja skatta eru samtímis á flótta, benda fingrum og fara með rangfærslur um miklar skattahækkanir síðasta áratug. Skattar hafa sannarlega lækkað Við búum í landi þar sem atvinnuleysi er hverfandi, kaupmáttur launa hvað mestur í heimi og lífskjör almennt framúrskarandi. Verðbólga hefur lækkað hratt og vextir fara lækkandi. Afkoma ríkissjóðs er langt umfram væntingar og skuldahlutföll heilbrigð. Á vinstri vængnum er engu að síður ævinlegt svartnætti hvert sem litið er, þó meira að segja sérlegur ráðgjafi Eflingar skrifi nú greinar um að lífskjör séu með ágætum og talar um fínstillingar. Skattar hafa lækkað verulega. Vegna breytinga frá 2013 er tekjuskattur einstaklinga 60 milljörðum lægri en hann væri ella. Árið 2019 réðumst við í umfangsmiklar skattalækkanir með áherslu á tekjulægstu hópana. Við höfum lækkað tryggingagjald, fellt niður tolla og vörugjöld, hækkað frítekjumörk fjármagnstekjuskatts og erfðafjárskatts, lækkað skattlagningu höfundarréttargreiðslna, innleitt fjölda nýrra skattahvata fyrir rannsóknir og þróun, grænar fjárfestingar og styrki til almannaheillastarfsemi. Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á nýju kjörtímabili. Sterkt atvinnulíf er forsenda velferðar Fyrir 11 árum settum við okkur metnaðarfull markmið um 3,5% meðalhagvöxt á ári. Í því felst að hagkerfið okkar stækki sem því nemur. Þrátt fyrir áföll og heimsfaraldur tókst þetta upp á punkt og prik. Öflugra atvinnulíf, fleiri störf og stærri tækifæri eru grunnur þess að kaupmáttur ráðstöfunartekna landsmanna hefur aukist ellefu ár í röð. Þetta á við hvort sem horft er á kaupmátt bótagreiðslna, launa eða annarra mælikvarða og jafnvel þó tekið sé tillit til vaxtagreiðslna. Þetta er umtalsvert betri staða en nágrannar okkar á Norðurlöndum standa frammi fyrir, en þar eru skuldir heimila m.a. nokkuð hærri en hér. Frá 2013 hefur kaupmáttur hér vaxið fimmfalt hraðar en á Norðurlöndunum. Forgangsverkefnið Það sækir ekki mörg atkvæði að flytja langar tölur um orðna hluti, en til að eitthvað vit sé í umræðunni þarf a.m.k. að vera sammála um hver staðan er í raun. Til viðbótar við þær staðreyndir sem hér hafa verið nefndar er raunin líka sú að verðbólga og vextir hafa verið allt of há undanfarin misseri. Það er einfaldlega óásættanlegt að borga 10% húsnæðisvexti, sér í lagi fyrir þá sem eru nýkomnir inn á húsnæðismarkað. Lækkun verðbólgu og vaxta hefur þess vegnaverið forgangsverkefni mitt í ríkisstjórn og verður það áfram. Vextir eru nú teknir að lækka og verðbólgan er sú minnsta í þrjú ár. Mat sérfræðinga er að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði og ef allt gengur eftir er líklegt að vextir lækki áfram í nóvember. Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er aðhald, sem styður við markmið okkar allra um lækkun vaxta. Það er ábyrgð allra þingmanna að viðhalda því. Kosið um framtíð Íslands Eftir rúmar þrjár vikur kjósum við um framtíð Íslands. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn boða sömu sýn og hann hefur gert í næstum heila öld. Þar sem stjórnmálin snúast ekki um að finna stöðugt upp nýjar töfralausnir, heldur að undirbúa frekar jarðveginn svo fólk geti skapað lausnirnar eftir sínu höfði. Minni umsvif ríkisins þar sem við nýtum betur krafta einkaframtaksins. Meiri græn orkuframleiðsla svo nýta megi tækifærin um allt land. Einfaldara umhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem eru undirstaða atvinnulífsins á Íslandi. Á þessum sama grunni byggjum við velferðina og fjölgum tækifærunum fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Á þessum grunni hefur tekist að gera Ísland að einu af eftirsóknarverðustu samfélögum heims. Skattahækkanir eru ekki lausnin. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga er eðlilega bitist um leiðina fram á við. Þar eru línur nú hratt að skýrast. Við tölum fyrir sígandi lukku, lægri álögum, minni ríkisrekstri og meira frelsi til atvinnu og athafna. Á miðjunni er mest talað um fortíðina, hvað hefði gengið miklu betur hefðu viðkomandi bara verið við völd. Á hinum endanum er svo allt önnur nálgun. Flokkarnir sem leiða vinstrimeirihlutann í Reykjavík vilja stærra ríki og hærri skatta. “Stórir skattstofnar” bornir uppi af almenningi eins og tekjuskattur bjóða upp á tækifæri í augum þeirra, grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sömuleiðis. Tóm hús fá meira að segja sérstakan skatt. Svo á að bjóða landsmönnum evrópska vexti, en sleppa fylgifiskunum, eins og evrópskum launum, stöðnun í nýsköpun, yfir 15% atvinnuleysi yngra fólks o.s.frv. Allt eru þetta sjónarmið sem kosið verður um næstu mánaðamót, og hver frjáls sinna skoðana um þau. Öllu áhugaverðara er þegar mikill meiningarmunur er um staðreyndir dagsins í dag. Þeir sem hæst tala um nýja skatta eru samtímis á flótta, benda fingrum og fara með rangfærslur um miklar skattahækkanir síðasta áratug. Skattar hafa sannarlega lækkað Við búum í landi þar sem atvinnuleysi er hverfandi, kaupmáttur launa hvað mestur í heimi og lífskjör almennt framúrskarandi. Verðbólga hefur lækkað hratt og vextir fara lækkandi. Afkoma ríkissjóðs er langt umfram væntingar og skuldahlutföll heilbrigð. Á vinstri vængnum er engu að síður ævinlegt svartnætti hvert sem litið er, þó meira að segja sérlegur ráðgjafi Eflingar skrifi nú greinar um að lífskjör séu með ágætum og talar um fínstillingar. Skattar hafa lækkað verulega. Vegna breytinga frá 2013 er tekjuskattur einstaklinga 60 milljörðum lægri en hann væri ella. Árið 2019 réðumst við í umfangsmiklar skattalækkanir með áherslu á tekjulægstu hópana. Við höfum lækkað tryggingagjald, fellt niður tolla og vörugjöld, hækkað frítekjumörk fjármagnstekjuskatts og erfðafjárskatts, lækkað skattlagningu höfundarréttargreiðslna, innleitt fjölda nýrra skattahvata fyrir rannsóknir og þróun, grænar fjárfestingar og styrki til almannaheillastarfsemi. Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á nýju kjörtímabili. Sterkt atvinnulíf er forsenda velferðar Fyrir 11 árum settum við okkur metnaðarfull markmið um 3,5% meðalhagvöxt á ári. Í því felst að hagkerfið okkar stækki sem því nemur. Þrátt fyrir áföll og heimsfaraldur tókst þetta upp á punkt og prik. Öflugra atvinnulíf, fleiri störf og stærri tækifæri eru grunnur þess að kaupmáttur ráðstöfunartekna landsmanna hefur aukist ellefu ár í röð. Þetta á við hvort sem horft er á kaupmátt bótagreiðslna, launa eða annarra mælikvarða og jafnvel þó tekið sé tillit til vaxtagreiðslna. Þetta er umtalsvert betri staða en nágrannar okkar á Norðurlöndum standa frammi fyrir, en þar eru skuldir heimila m.a. nokkuð hærri en hér. Frá 2013 hefur kaupmáttur hér vaxið fimmfalt hraðar en á Norðurlöndunum. Forgangsverkefnið Það sækir ekki mörg atkvæði að flytja langar tölur um orðna hluti, en til að eitthvað vit sé í umræðunni þarf a.m.k. að vera sammála um hver staðan er í raun. Til viðbótar við þær staðreyndir sem hér hafa verið nefndar er raunin líka sú að verðbólga og vextir hafa verið allt of há undanfarin misseri. Það er einfaldlega óásættanlegt að borga 10% húsnæðisvexti, sér í lagi fyrir þá sem eru nýkomnir inn á húsnæðismarkað. Lækkun verðbólgu og vaxta hefur þess vegnaverið forgangsverkefni mitt í ríkisstjórn og verður það áfram. Vextir eru nú teknir að lækka og verðbólgan er sú minnsta í þrjú ár. Mat sérfræðinga er að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði og ef allt gengur eftir er líklegt að vextir lækki áfram í nóvember. Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er aðhald, sem styður við markmið okkar allra um lækkun vaxta. Það er ábyrgð allra þingmanna að viðhalda því. Kosið um framtíð Íslands Eftir rúmar þrjár vikur kjósum við um framtíð Íslands. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn boða sömu sýn og hann hefur gert í næstum heila öld. Þar sem stjórnmálin snúast ekki um að finna stöðugt upp nýjar töfralausnir, heldur að undirbúa frekar jarðveginn svo fólk geti skapað lausnirnar eftir sínu höfði. Minni umsvif ríkisins þar sem við nýtum betur krafta einkaframtaksins. Meiri græn orkuframleiðsla svo nýta megi tækifærin um allt land. Einfaldara umhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem eru undirstaða atvinnulífsins á Íslandi. Á þessum sama grunni byggjum við velferðina og fjölgum tækifærunum fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Á þessum grunni hefur tekist að gera Ísland að einu af eftirsóknarverðustu samfélögum heims. Skattahækkanir eru ekki lausnin. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar