Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 16:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08
Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21