„Hún er bara krakki!“: Sextán ára svört stúlka skotin til bana af lögreglumanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 07:26 Lögregla birti í gær klippur úr upptöku „líkamsmyndavélar“ lögreglumannsins. AP Lögreglumaður skaut sextán ára gamla svarta stúlku til bana í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Að sögn fjölskyldu stúlkunnar hafði hún hringt eftir aðstoð þegar hópur „eldri krakka“ veittist að henni. Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira