Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 11:23 Víðir og Þórólfur voru á sínum stað á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira