Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 12:41 Farsóttarhús hafa verið í boði í ýmissi mynd frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ekkert innanlandssmit er rakið til þeirra. Vísir/Sigurjón Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43
„Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30