Formúla 1

Telur að um sé að ræða nýtt upp­haf í bar­áttunni gegn kyn­þátta­for­dómum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lewis Hamilton telur niðurstöðu í máli Derek Chauvin geta markað nýtt upphaf.
Lewis Hamilton telur niðurstöðu í máli Derek Chauvin geta markað nýtt upphaf. Dan Istitene/Getty Images

Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum.

„Réttlæti fyrir George,! Það er erfitt að útskýra þær tilfinningar sem berjast í brjósti mér nú,“ skrifaði Hamilton með stórum stöfum á Instagram-síðu sinni eftir að Chauvin var fundinn sekur.

„Derek Chauvin hefur verið fundinn sekur. Þetta er í fyrsta skipti sem hvítur lögreglumaður hefur verið dæmdur fyrir að drepa svartan mann í Minnesota. Niðurstaðan í dómsmálinu var sú rétta. Að finna hann sekan í öllum ákæruliðum markar nýtt upphaf í baráttunni gegn kynþáttafordómum.“

„Það hefur verið hlustað á svartir raddir og það er eitthvað að gerast. Þegar við stöndum saman getum við breytt hlutunum,“ sagði heimsmeistarinn einnig.

Hér að neðan má sjá færsluna í heild sinni. Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari í Formúl 1 og er við það að slá öll met sem mögulegt er að slá. Hann hefur hins vegar látið í sér heyra undanfarin misseri þegar kemur að málefnum svartra í Bandaríkjunum og víðar. Þegar hann skrifaði undir nýjan samning við Mercedez fyrir yfirstandandi tímabil í Formúlu 1 sagði hann að aðalmarkmið sitt á árinu væri að berjast fyrir jafnrétti.

Sky Sports greindi upphaflega frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×