Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 84-76 | Þórsarar lögðu Íslandsmeistarana í annað skipti í vetur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. apríl 2021 22:55 Larry Thomas átti fínan leik í liði Þórsara með 18 stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar. Spútniklið Þórs Þorlákshafnar fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld. Þórsarar voru betri aðilinn stærstan hluta leiksins og lönduðu að lokum verðskulduðum átta stiga sigri, 84-76. Bæði lið virtust ryðguð í upphafi leiks, en það voru heimamenn sem voru fyrri til að finna taktinn. Bæði lið reyndu nokkra þrista í upphafi, en það þurfti ellefu tilraunir til að koma þeim fyrsta niður. Þórsarar juku forskot sitt jafnt og þétt og náðu mest ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en staðan 26-18 að honum loknum. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu góðu áhlaupi. Þeir náðu forystunni þegar um þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Heimamenn voru ekki lengi að endurheimta forystuna og enduðu hálfleikinn á 10-2 kafla. Staðan 47-37, og munurinn því tíu stig þegar gengið var til búningsherbergja. Þórsarar héldu áfram að þjarma að KR-ingum í upphafi þriðja leikhluta og gestirnir virtust eiga fá svör. Mikið var um tapaða bolta og KR-ingar reyndu oft á tíðum mjög erfið skot. Þórsarar gengu á lagið og náðu mest 16 stiga forskoti. Staðan fyrir lokaleikhlutann 64-50. Heimamenn byrjuðu lokaleikhlutann með miklum látum. Þeir skoruðu fyrstu sjö stigin og munurinn því orðinn 21 stig. Þá loksins vöknuðu KR-ingar til lífsins og skoruðu næstu ellefu stig og minnkuðu muninn niður í tíu. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir var munurinn kominn niður í sjö stig og allt í einu gat allt gerst. Þá koma 9-3 kafli hjá heimamönnum sem gerði út um leikinn. KR-ingar náðu að setja niður seinustu stig leiksins og lokatölur 84-76. Af hverju vann Þór? Þórsarar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Varnarleikur þeirra var oft á tíðum til fyrirmyndar og þeir héldu gestunum undir 20 stigum í fyrstu þrem leikhlutunum. Bæði lið virtust nokkuð ryðguð eftir pásuna, en Þórsararnir voru fyrri til að finna taktinn. Hverjir stóðu upp úr? Halldór Garðar átti flottan leik í liði heimamanna. Hann skoraði 21 stig og gaf sjö stoðsendingar. Ragnar Örn gerði vel í að stoppa Ty Sabin, sem hefur verið besti leikmaður KR í vetur. Þó að Ty Sabin hafi sett 24 stig í leiknum, þá var Ragnar að láta hann vinna mikið fyrir þeim og stoppa þannig flæðið í sókn gestanna. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara hrósaði Ragnari sérstaklega fyrir varnarleik sinn í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið virtust nokkuð ryðguð á köflum. Mikið var um tapaða bolta og KR-ingar virtust ekki vera búnir að stilla miðið fyrir leikinn. Hvað gerist næst? Þórsarar eiga langt ferðalag fyrir höndum, en þeir heimsækja Tindastól á sunnudaginn og á sama tíma fá KR-ingar botnlið Hauka í heimsókn. Darri: Mér fannst við sýna hvernig við töpum og vinnum sem lið Darri Freyr var ósáttur við tap sinna manna í kvöld.vísir/vilhelm „Ég er auðvitað ósáttur við að tapa þessum leik. Mér fannst við sýna hvernig við töpum og vinnum sem lið,“ sagði Darri eftir leikinn í kvöld. „Við erum ekki á þeim stað varnarlega að við getum leyft okkur að vera ekki alveg 100% on. Við erum ekki með fimm svona einn á einn stoppara á vellinum á sama tíma og þegar það eru svona litlir hlutir varnarlega eins og að stíga á skotmanninn í horninu þegar það er engin ástæða til og svo framvegis, þá refsa góð lið eins og Þór okkur. Það er það sem gerðist í fyrri hálfleik og þá erum við komnir með bakið upp við vegg.“ Darri sá þó jákvæða kafla í leik sinna manna. „Við rífum okkur í gang þegar það eru fimm mínútur eftir af þriðja og sýnum síðan hvernig við vinnum svona leiki þegar þetta fer úr 21 stigi niður í sjö á einhverjum tíu mínútna kafla. Við þurfum bara að fókusa á þessa hluti og reyna að gera meira af þeim.“ Bæði lið virkuðu frekar ryðguð eftir pásuna á stórum köflum í leiknum, en Darri vildi ekki kenna því um tapið í kvöld. „Það bara skiptir eiginlega ekki máli. Bæði af því að það sama gildir um alla og að maður þarf bara að gíra sig upp. Það eru bara fimm leikir eftir og svo úrslitakeppni.“ KR mætir Haukum á sunnudaginn og Darri segir það gott eftir tapleik að það sé stutt í næsta leik. „Þetta er búið að vera svona allt tímabilið og maður er orðinn vanur þessu. Þetta er ágætt, og sérstaklega eftir tapleiki að geta bara snúið þessu bara hratt við og gert eitthvað af viti.“ Lárus: Lárus Jónsson gat verið ánæsgður með sigurinn í kvöld.vísir/bára „Þetta var bara ágætis leikur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bæði lið virka svolítið ryðguð en mér fannst við samt hafa stjórn á leiknum eiginlega allan tímann.“ „Þeir komu með smá áhlaup og náðu að minnka þetta niður í tíu á meðan við vorum í smá villuvandræðum og vorum kannski ekki að ná að rúlla alveg nógu vel. Við vorum svolítið að verja forskotið og þeir komust á lagið og náðu að komast aftur inn í leikinn. Lárus talaði sérstaklega um góðan varnarleik sinna manna. „Ég held að varnarleikurinn okkar hafi gert útslagið, við höldum þeim í 76 stigum og þeir voru að skjóta mjög lága prósentu úr tveggja stiga og ég er ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki hitt neitt úr mörgum af okkar skotum.“ Lárus hélt svo áfram að hrósa varnarleiknum. „Mér fannst Raggi eiga frábæran leik. Þó að að Ty hafi skorað 24 stig þá þurfti hann að hafa rosalega mikið fyrir öllum sínum stigum. Á móti kom að það var minna flæði hjá KR því hann var að reyna mikið og einn á einn vörnin hjá Ragga var frábær allan leikinn.“ KR-ingar náðu góðu áhlaupi undir lokinn, og Lárus viðurkennir að það hafi farið aðeins um hann þegar líða fór á fjórða leikhluta. „Já, það gerði það að sjálfsögðu. Við vorum líka í smá villuvandræðum, Larry var búinn að vera í villuvandræðum allan leikinn og ef hann hefðu fengið sína fimmtu villu þá hefði þetta getað verið mjög tæpt. Það kannski fór ekkert rosalega mikið um mig, en við vitum alveg að KR er með frábæra leikmenn sem geta skorað í hrönnum.“ Þórsarar eiga lang ferðalag framundan, en þeir mæta Tindastól á Sauðárkróki á sunnudaginn. Lárus vildi ekki eyða of mörgum orðum í þann leik. „Eru þetta ekki fjórir tímar? Smá skreppitúr,“ sagði Lárus léttur. Körfubolti KR Þór Þorlákshöfn Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn
Spútniklið Þórs Þorlákshafnar fékk Íslandsmeistara KR í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld. Þórsarar voru betri aðilinn stærstan hluta leiksins og lönduðu að lokum verðskulduðum átta stiga sigri, 84-76. Bæði lið virtust ryðguð í upphafi leiks, en það voru heimamenn sem voru fyrri til að finna taktinn. Bæði lið reyndu nokkra þrista í upphafi, en það þurfti ellefu tilraunir til að koma þeim fyrsta niður. Þórsarar juku forskot sitt jafnt og þétt og náðu mest ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en staðan 26-18 að honum loknum. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu góðu áhlaupi. Þeir náðu forystunni þegar um þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Heimamenn voru ekki lengi að endurheimta forystuna og enduðu hálfleikinn á 10-2 kafla. Staðan 47-37, og munurinn því tíu stig þegar gengið var til búningsherbergja. Þórsarar héldu áfram að þjarma að KR-ingum í upphafi þriðja leikhluta og gestirnir virtust eiga fá svör. Mikið var um tapaða bolta og KR-ingar reyndu oft á tíðum mjög erfið skot. Þórsarar gengu á lagið og náðu mest 16 stiga forskoti. Staðan fyrir lokaleikhlutann 64-50. Heimamenn byrjuðu lokaleikhlutann með miklum látum. Þeir skoruðu fyrstu sjö stigin og munurinn því orðinn 21 stig. Þá loksins vöknuðu KR-ingar til lífsins og skoruðu næstu ellefu stig og minnkuðu muninn niður í tíu. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir var munurinn kominn niður í sjö stig og allt í einu gat allt gerst. Þá koma 9-3 kafli hjá heimamönnum sem gerði út um leikinn. KR-ingar náðu að setja niður seinustu stig leiksins og lokatölur 84-76. Af hverju vann Þór? Þórsarar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Varnarleikur þeirra var oft á tíðum til fyrirmyndar og þeir héldu gestunum undir 20 stigum í fyrstu þrem leikhlutunum. Bæði lið virtust nokkuð ryðguð eftir pásuna, en Þórsararnir voru fyrri til að finna taktinn. Hverjir stóðu upp úr? Halldór Garðar átti flottan leik í liði heimamanna. Hann skoraði 21 stig og gaf sjö stoðsendingar. Ragnar Örn gerði vel í að stoppa Ty Sabin, sem hefur verið besti leikmaður KR í vetur. Þó að Ty Sabin hafi sett 24 stig í leiknum, þá var Ragnar að láta hann vinna mikið fyrir þeim og stoppa þannig flæðið í sókn gestanna. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara hrósaði Ragnari sérstaklega fyrir varnarleik sinn í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið virtust nokkuð ryðguð á köflum. Mikið var um tapaða bolta og KR-ingar virtust ekki vera búnir að stilla miðið fyrir leikinn. Hvað gerist næst? Þórsarar eiga langt ferðalag fyrir höndum, en þeir heimsækja Tindastól á sunnudaginn og á sama tíma fá KR-ingar botnlið Hauka í heimsókn. Darri: Mér fannst við sýna hvernig við töpum og vinnum sem lið Darri Freyr var ósáttur við tap sinna manna í kvöld.vísir/vilhelm „Ég er auðvitað ósáttur við að tapa þessum leik. Mér fannst við sýna hvernig við töpum og vinnum sem lið,“ sagði Darri eftir leikinn í kvöld. „Við erum ekki á þeim stað varnarlega að við getum leyft okkur að vera ekki alveg 100% on. Við erum ekki með fimm svona einn á einn stoppara á vellinum á sama tíma og þegar það eru svona litlir hlutir varnarlega eins og að stíga á skotmanninn í horninu þegar það er engin ástæða til og svo framvegis, þá refsa góð lið eins og Þór okkur. Það er það sem gerðist í fyrri hálfleik og þá erum við komnir með bakið upp við vegg.“ Darri sá þó jákvæða kafla í leik sinna manna. „Við rífum okkur í gang þegar það eru fimm mínútur eftir af þriðja og sýnum síðan hvernig við vinnum svona leiki þegar þetta fer úr 21 stigi niður í sjö á einhverjum tíu mínútna kafla. Við þurfum bara að fókusa á þessa hluti og reyna að gera meira af þeim.“ Bæði lið virkuðu frekar ryðguð eftir pásuna á stórum köflum í leiknum, en Darri vildi ekki kenna því um tapið í kvöld. „Það bara skiptir eiginlega ekki máli. Bæði af því að það sama gildir um alla og að maður þarf bara að gíra sig upp. Það eru bara fimm leikir eftir og svo úrslitakeppni.“ KR mætir Haukum á sunnudaginn og Darri segir það gott eftir tapleik að það sé stutt í næsta leik. „Þetta er búið að vera svona allt tímabilið og maður er orðinn vanur þessu. Þetta er ágætt, og sérstaklega eftir tapleiki að geta bara snúið þessu bara hratt við og gert eitthvað af viti.“ Lárus: Lárus Jónsson gat verið ánæsgður með sigurinn í kvöld.vísir/bára „Þetta var bara ágætis leikur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bæði lið virka svolítið ryðguð en mér fannst við samt hafa stjórn á leiknum eiginlega allan tímann.“ „Þeir komu með smá áhlaup og náðu að minnka þetta niður í tíu á meðan við vorum í smá villuvandræðum og vorum kannski ekki að ná að rúlla alveg nógu vel. Við vorum svolítið að verja forskotið og þeir komust á lagið og náðu að komast aftur inn í leikinn. Lárus talaði sérstaklega um góðan varnarleik sinna manna. „Ég held að varnarleikurinn okkar hafi gert útslagið, við höldum þeim í 76 stigum og þeir voru að skjóta mjög lága prósentu úr tveggja stiga og ég er ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki hitt neitt úr mörgum af okkar skotum.“ Lárus hélt svo áfram að hrósa varnarleiknum. „Mér fannst Raggi eiga frábæran leik. Þó að að Ty hafi skorað 24 stig þá þurfti hann að hafa rosalega mikið fyrir öllum sínum stigum. Á móti kom að það var minna flæði hjá KR því hann var að reyna mikið og einn á einn vörnin hjá Ragga var frábær allan leikinn.“ KR-ingar náðu góðu áhlaupi undir lokinn, og Lárus viðurkennir að það hafi farið aðeins um hann þegar líða fór á fjórða leikhluta. „Já, það gerði það að sjálfsögðu. Við vorum líka í smá villuvandræðum, Larry var búinn að vera í villuvandræðum allan leikinn og ef hann hefðu fengið sína fimmtu villu þá hefði þetta getað verið mjög tæpt. Það kannski fór ekkert rosalega mikið um mig, en við vitum alveg að KR er með frábæra leikmenn sem geta skorað í hrönnum.“ Þórsarar eiga lang ferðalag framundan, en þeir mæta Tindastól á Sauðárkróki á sunnudaginn. Lárus vildi ekki eyða of mörgum orðum í þann leik. „Eru þetta ekki fjórir tímar? Smá skreppitúr,“ sagði Lárus léttur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum