Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA. Körfubolti 15.4.2025 23:32
„Holan var of djúp“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. Körfubolti 15.4.2025 22:50
„Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri. Körfubolti 15.4.2025 22:29
Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti 15.4.2025 18:47
„Við bara brotnum“ Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 22:19
„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 22:09
„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 21:37
Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74. Körfubolti 14. apríl 2025 18:45
„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 17:17
Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Mikal Bridges spilaði alla 82 leiki í boði í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þessi járnmaður deildarinnar heldur því áfram að missa ekki úr leik. Körfubolti 14. apríl 2025 16:32
Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Íslenska landsliðskonan Danielle Rodriguez og félagar hennar í Fribourg Basket eru komnar alla leið í úrslitaeinvígið um svissneska meistaratitilinn í kvennakörfunni. Körfubolti 14. apríl 2025 15:31
„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. Körfubolti 14. apríl 2025 13:30
„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. Sport 13. apríl 2025 21:35
Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Valur tók á móti Þór Akureyri í 8-liða úrsltium Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik var það lið Vals sem reyndist sterkari í lokin og höfðu betur 75-70 og 3-1 í einvíginu. Körfubolti 13. apríl 2025 21:10
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2025 18:48
Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum. Körfubolti 12. apríl 2025 17:14
Brá þegar hún heyrði smellinn Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni. Körfubolti 12. apríl 2025 10:02
Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 12. apríl 2025 09:32
„Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld þegar Njarðvíkingar héldu lífi í seríunni gegn Álftanesi með stórsigri 107-74 í kvöld. Sport 11. apríl 2025 22:09
Falko: Zarko og Matej voru frábærir Jakob Falko fór fyrir liði sínu, ÍR í kvöld en Stjarnan gerði vel í að koma honum í vandræði og hefur hann oft skorað meira. ÍR vann leikinn 87-89 og hafði Jakob í nægu að snúast að koma boltanum upp völlinn undir stanslausri pressuvörn Stjörnunnar. Körfubolti 11. apríl 2025 21:32
Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkingar gerðu frábærlega í kvöld með að halda einvíginu gegn Álftanes lifandi með 33 stiga sigri 107-74 í kvöld. Með sigrinum í kvöld tryggði Njarðvík sér leik fjögur á Álftanesi á þriðjudaginn. Körfubolti 11. apríl 2025 21:30
Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann ÍR þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda áfram keppni í Bónus deild karla þennan vetur. Þeir náðu í sigurinn, rétt svo. Eftir að hafa leitt með dágóðum mun lungan úr leiknum náði Stjarnan að naga forskotið niður í eitt stig en náðu ekki lengra. Lokastaðan 87-89 og 2-1 í einvíginu. Körfubolti 11. apríl 2025 18:16
„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Körfubolti 11. apríl 2025 16:00
Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í körfuboltaliði Álftaness og skrifað undir samning til næstu tveggja ára við félagið. Körfubolti 11. apríl 2025 15:32
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. Körfubolti 11. apríl 2025 11:31