Snjöll um alla borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. apríl 2021 15:01 Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita. Stafræna þróunin á sér stað alls staðar í borgarkerfinu og við höfum strax séð hve mikill áhugi er að stíga þessi rafrænu skref og allir innan borgarinnar vilja vera með. Hugmyndir koma alls staðar frá um hvernig er hægt að gera betur fyrir fólk og fyrirtæki í Reykjavík og líka fyrir starfsfólk með stafrænni tækni. Snjallvæðing er keðja en ekki ein töfralausn Verið er að vinna með sérhannaðar lausnir fyrir þau vandamál sem blasa við sveitarfélögum. Ekki bara Reykjavík heldur sveitarfélögunum öllum. Þar er Reykjavík leiðandi en önnur sveitarfélög munu í kjölfarið njóta góðs af þeim lausnum, í samstarfi borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ísland.is. Snjallvæðingin er heil keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Á öllum stöðum þarf keðjan að halda og búnaðurinn að vera til staðar til þess að skólar og aðrar stofnanir tali saman, stafrænt. Í dag er stafræna samtalið þarna á milli ekki nógu gott og það þarf að bæta. Því felur stafræna byltingin í sér verulega uppfærslu á nauðsynlegum notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum um alla borg. Töfrar að gerast í skólum borgarinnar Sérsaklega þarf að ráðast í búnaðarkaup fyrir grunn- og leikskóla. Sú fjárfesting mun nýtast skólum á breiðum grunni til að halda áfram með stafræna þróun í kennslustofum. Vinna við stafræna byltingu í kennslustofurnar er einkennandi við núgildandiMenntastefnu Reykjavíkurborgar. Skólar Reykjavíkur hafa t.d. aðgang að Nýsköpunarmiðju menntamála, sem sinnir ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við virka þátttöku barna og starfsfólks í stafrænum náms- og kennsluháttum, stafrænni miðlun og stafrænni skólaþróun. Á síðastliðnu ári hafa aðstæður verið þannig að skólastarf hefur tekið mikið stökk fram á við í að nýta tækni til að styðja við allt skólastarf. Snillismiðjur, búnaðarbankar og stafrænn búnaður Eitt af verkefnum Nýsköpunarsmiðjunnar er Mixtúra, þar sem aðstaða er fyrir skapandi tækni í snillismiðjum, miðlunarrýmum og aðgangur að búnaðarbanka, þar sem starfsfólk skóla- og frístundasviðs getur fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn lánuð án endurgjalds, t.d. til að kenna forritun, saumavél fyrir stafrænan útsaum, kvikmyndabúnað, þrívíddarveruleiki eða aðgangur að þrívíddarprentun eða laserskera. Nýsköpun og þróun er á fullri ferð í skólum borgarinnar. Nokkur verkefni eru í gangi sem snúast um framsækna og skapandi notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi. Má þar nefna drauma- og nýsköpunaraskóla eins og finna má í Víkurskóla í Grafarvogi, verkefniðskapandi námssamfélag í Breiðholti ogAustur vestur sköpunar- og tæknismiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands Skólasamfélagið í Reykjavík hefur sýnt hve mikill áhugi er á stafrænni þróun í kennsluumhverfinu. Við þá þróun hafa borgarfulltrúar stutt og munu gera áfram. Stafræn þróun fyrir foreldra og börn Við viljum líka að stafræna þróunin muni birtast foreldrum þegar kemur að því að eiga í samskiptum við Reykjavíkurborg. Þá á kerfið að vera einfalt og það á að tala saman, að svo miklu leyti sem persónvernd leyfir. Að skrá börn eða fullorðna í þjónustu borgarinnar á ekki að vera flóknara en að vera í samskiptum við bankann sinn. Eða panta sér hótel eða flug. Vegna þess hve mikill áhugi er á öllum sviðum Reykjavíkurborgar að taka þátt í stafrænni byltingu borgarinnar höfum við þurft að setja upp forgangsröðun verkefna, sem er í samræmi við aðrar stefnur borgarinnar, t.a.m. fjárfestingastefnu sem við samþykktum með fjárhagsáætlun þessa árs. Þá samþykktum við að forgangsraða í þágu grænna og samfélagslegra innviða og í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að hagræðingu þegar fram í sækir. Við forgangsröðun þarf því að líta til þess hver virðisaukinn er fyrir alla borgarbúa, hvað verkefnið hefur áhrif á marga og hvernig það bætir þjónustu borgarinnar. Stafræn verkefni eru því metin eftir því hvort lausnin muni leiða til hagkvæmari rekstrar, færri handtaka og draga úr margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Það eru mörg skref eftir að taka í þessari mikilvægu þjónustuuppbyggingu þar sem Reykjavík ætlar að vera leiðandi í því að byggja upp sveitarfélag 21. aldarinnar Höfundur er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita. Stafræna þróunin á sér stað alls staðar í borgarkerfinu og við höfum strax séð hve mikill áhugi er að stíga þessi rafrænu skref og allir innan borgarinnar vilja vera með. Hugmyndir koma alls staðar frá um hvernig er hægt að gera betur fyrir fólk og fyrirtæki í Reykjavík og líka fyrir starfsfólk með stafrænni tækni. Snjallvæðing er keðja en ekki ein töfralausn Verið er að vinna með sérhannaðar lausnir fyrir þau vandamál sem blasa við sveitarfélögum. Ekki bara Reykjavík heldur sveitarfélögunum öllum. Þar er Reykjavík leiðandi en önnur sveitarfélög munu í kjölfarið njóta góðs af þeim lausnum, í samstarfi borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og Ísland.is. Snjallvæðingin er heil keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Á öllum stöðum þarf keðjan að halda og búnaðurinn að vera til staðar til þess að skólar og aðrar stofnanir tali saman, stafrænt. Í dag er stafræna samtalið þarna á milli ekki nógu gott og það þarf að bæta. Því felur stafræna byltingin í sér verulega uppfærslu á nauðsynlegum notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum um alla borg. Töfrar að gerast í skólum borgarinnar Sérsaklega þarf að ráðast í búnaðarkaup fyrir grunn- og leikskóla. Sú fjárfesting mun nýtast skólum á breiðum grunni til að halda áfram með stafræna þróun í kennslustofum. Vinna við stafræna byltingu í kennslustofurnar er einkennandi við núgildandiMenntastefnu Reykjavíkurborgar. Skólar Reykjavíkur hafa t.d. aðgang að Nýsköpunarmiðju menntamála, sem sinnir ráðgjöf, fræðslu og stuðningi við virka þátttöku barna og starfsfólks í stafrænum náms- og kennsluháttum, stafrænni miðlun og stafrænni skólaþróun. Á síðastliðnu ári hafa aðstæður verið þannig að skólastarf hefur tekið mikið stökk fram á við í að nýta tækni til að styðja við allt skólastarf. Snillismiðjur, búnaðarbankar og stafrænn búnaður Eitt af verkefnum Nýsköpunarsmiðjunnar er Mixtúra, þar sem aðstaða er fyrir skapandi tækni í snillismiðjum, miðlunarrýmum og aðgangur að búnaðarbanka, þar sem starfsfólk skóla- og frístundasviðs getur fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn lánuð án endurgjalds, t.d. til að kenna forritun, saumavél fyrir stafrænan útsaum, kvikmyndabúnað, þrívíddarveruleiki eða aðgangur að þrívíddarprentun eða laserskera. Nýsköpun og þróun er á fullri ferð í skólum borgarinnar. Nokkur verkefni eru í gangi sem snúast um framsækna og skapandi notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi. Má þar nefna drauma- og nýsköpunaraskóla eins og finna má í Víkurskóla í Grafarvogi, verkefniðskapandi námssamfélag í Breiðholti ogAustur vestur sköpunar- og tæknismiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands Skólasamfélagið í Reykjavík hefur sýnt hve mikill áhugi er á stafrænni þróun í kennsluumhverfinu. Við þá þróun hafa borgarfulltrúar stutt og munu gera áfram. Stafræn þróun fyrir foreldra og börn Við viljum líka að stafræna þróunin muni birtast foreldrum þegar kemur að því að eiga í samskiptum við Reykjavíkurborg. Þá á kerfið að vera einfalt og það á að tala saman, að svo miklu leyti sem persónvernd leyfir. Að skrá börn eða fullorðna í þjónustu borgarinnar á ekki að vera flóknara en að vera í samskiptum við bankann sinn. Eða panta sér hótel eða flug. Vegna þess hve mikill áhugi er á öllum sviðum Reykjavíkurborgar að taka þátt í stafrænni byltingu borgarinnar höfum við þurft að setja upp forgangsröðun verkefna, sem er í samræmi við aðrar stefnur borgarinnar, t.a.m. fjárfestingastefnu sem við samþykktum með fjárhagsáætlun þessa árs. Þá samþykktum við að forgangsraða í þágu grænna og samfélagslegra innviða og í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að hagræðingu þegar fram í sækir. Við forgangsröðun þarf því að líta til þess hver virðisaukinn er fyrir alla borgarbúa, hvað verkefnið hefur áhrif á marga og hvernig það bætir þjónustu borgarinnar. Stafræn verkefni eru því metin eftir því hvort lausnin muni leiða til hagkvæmari rekstrar, færri handtaka og draga úr margskráningum upplýsinga. Í kjölfarið er svo hægt að nýta starfskrafta, sem áður sinntu þeim verkefnum sem verða leyst stafrænt, með betri hætti. Það eru mörg skref eftir að taka í þessari mikilvægu þjónustuuppbyggingu þar sem Reykjavík ætlar að vera leiðandi í því að byggja upp sveitarfélag 21. aldarinnar Höfundur er oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar