Mikilvægur sigur Bayern í toppbaráttunni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 16:00 Karólína spilaði tíu mínútur fyrir Bæjara í mikilvægum sigri. Getty Images/Sebastian Widmann Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu tíu mínúturnar í 3-2 útisigri Bayern München á Turbine Potsdam í 19. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Sigurinn er Bayern mikilvægur í toppbaráttunni en ríkjandi meistarar Wolfsburg bíða þeirra í næsta leik. Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor. Þýski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor.
Þýski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira