Einstaklingar fá að draga góðgerðaframlög upp að 350 þúsund krónum frá skatti Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 17:09 Einnig voru færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Vísir Einstaklingar geta frá og með 1. nóvember dregið allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til góðgerðastarfsemi. Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira