Einstaklingar fá að draga góðgerðaframlög upp að 350 þúsund krónum frá skatti Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 17:09 Einnig voru færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Vísir Einstaklingar geta frá og með 1. nóvember dregið allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til góðgerðastarfsemi. Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira