Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 14:17 Ekki er mjög kært með þeim Helgu Völu og Svandísi í seinni tíð. Helga Vala telur að þó svo virðist sem Svandís sé að beina orðum sínum um skort á samstöðu að stjórnarandstöðunni fái það ekki staðist; hún hljóti að vera að tala við Sjálfstæðismenn. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. „Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu. Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
„Þetta beinist ekki að mér. Þetta er klár stunga á samstarfsflokkinn. Hún er að tala við Sjallana. Það er bara þannig,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Fréttastofa ræddi við Svandísi eftir óvenju langan ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun; þriggja tíma fundur sem fór í að ræða landamærin. Svandís var spurð út í samstöðu á þinginu í tengslum við nýja lagasetningu er varðar sóttvarnarráðstafanir. „Ég hefði gjarnan viljað meiri samstöðu um það mál. En ég held að pólitískar vendingar í því máli ráðist líka að hluta til af því að við erum komin á kosningaár,“ sagði Svandís. Og bætti við: „Það eru komnir skruðningar í pólitíska umræðu sem eru umhugsunarefni vegna þess að jafnaði hefur það ekki verið þannig að baráttan við veiruna væri pólitískt bitbein.“ Frumvarpið miðjumoð vegna átaka innan ríkisstjórnar Helga Vala segir þetta alveg rétt, aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og heilbrigðisráðherra séu orðnar að pólitísku bitbeini en innan ríkisstjórnarinnar. „En milli Sjálfstæðiflokksins annars vegar og Vg hins vegar. Frumvarpið sem Svandís komst inn í þingið með var miðjumoð vegna átakanna innan ríkisstjórnarinnar.“ Helga Vala, sem á sæti í velferðarnefnd, segir það klárt mál að stórnarandstöðuflokkarnir allir hafi verið skýrir á því að fylgja ætti ráðleggingum sóttvarnarlæknis og mati hans á hvað eru hááhættusvæði. En ríkisstjórnin ætlaði að fara aðra leið segir Helga Vala; núna virðist sem þær Svandís og Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra vilji vera að bakka. Svandís sé að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig „Já, ef marka má Katrínu og Svandísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun. Og fylgja Þórólfi sem hefur vitið í þessum málum. Það er okkar leið. Við fögnum því. “ Helga Vala segist ekki geta tekið ummæli Svandísar til sín eða stórnarandstöðunnar: „Augljóslega er Svandís að biðja Sjálfstæðisflokkinn að róa sig í gagnrýninni á þessar nýjustu aðgerðir. Hún er að tala við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni.“ Helga Vala segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið mikinn í umræðum um málið á þinginu. „Við vorum beðin um að takmarka umræðuna inni í þinginu af því að þetta þurfti að vinnast hratt. Það var einn þingmaður sem talaði fyrir hvern stjórnarandstöðuflokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn þurfti þrjá, til að lýsa andstöðu við málið. Þetta voru það Sigríður Á. Andersen, Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Árnason. „Og tveir ráðherrar sjálfstæðisflokksins mættu svo ekki til atkvæðagreiðslunnar,“ segir Helga Vala og telur það segja sína sögu.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
Þórólfur líkti stöðu sinni við slökkviliðsmann með bundnar hendur Samfylkingarfólk heldur því fram að Svandís Svavarsdóttir sé milli tveggja elda: Þórólfs og eigin sannfæringar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins. 23. apríl 2021 11:03
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. 22. apríl 2021 07:10