Umfjöllun og viðtöl: Haukar – KA 32-23 | Sigurganga Hauka heldur áfram Andri Már Eggertsson skrifar 25. apríl 2021 18:30 Haukar tóku í dag enn eitt skrefið í átt að deildarmeistaratitlinum Vísir/Vilhelm Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram með góðum sigri á KA. Haukarnir byrjuðu leikinn af krafti og bjuggu sér snemma til gott forskot sem þeir slepptu aldrei takinu á. Niðurstaðan níu marka sigur Hauka 32 - 23. Leikmenn KA virtust hafa gleymt sínum góða sóknarleik á Seltjarnarnesi þar sem liðið spilaði glimrandi sóknarleik. Það tók KA 5 mínútur að skora sitt fyrsta mark hér í dag og var sóknarleikur liðsins svakalega stirður og fyrirsjáanlegur á móti þéttri vörn Hauka sem nýttu sér þetta á hinum enda vallarins og náðu strax upp fjögurra marka forskoti. Ólafur Ægir Ólafsson var allt í öllu í hægri skyttu Hauka fyrsta korter leiksins. Ólafur Ægir gerði fimm mörk í röð á rúmlega sjö mínútum og áttu KA menn enginn svör við hans leik. Haukarnir fylgdu fordæmi Ólafs og héldu til hálfleiks með rausnarlegt sjö marka forskot 17 - 10. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á sama krafti og þeir voru búnir að gera í þeim fyrri. Í miðjum seinni hálfleik var kominn mikil stemmning í Hauka liðið þar sem Andri Scheving markmaður Hauka var búinn að skora tvö mörk í röð og Haukar komnir tíu mörkum yfir. Haukar héldu sjó út allan leikinn, bæði lið notuðu hópinn sinn vel þar sem úrslit leiksins voru ráðinn um miðjan seinni hálfleik. Níu marka sigur Hauka niðurstaðan 32 - 23 og Haukar taka enn eitt skrefið í átt að deildarmeistaratitlinum. Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka lagði gruninnn af góðum sigri strax þegar leikurinn var flautaður á. KA skoraði ekki á fyrstu fimm mínútum leiksins sem Haukarnir nýttu sér. KA fékk enga markvörslu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins sem virkar engann veginn þegar þú mætir eins sterku liði og Haukum. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Ægir Ólafsson mætti með hvelli í leikinn. Þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik tók Ólafur Ægir sig til og gerði fimm mörk á sjö mínútum, það héldu honum enginn bönd á þessum kafla og endaði hann leikinn með 6 mörk. Vörn Hauka í heild sinni var mjög góð, KA átti í miklum erfiðleikum í fyrri hálfleik að komast í gegnum turnana í Hauka liðinu sem stóðu þéttir á þá og spiluðu fast. Uppskera KA í fyrri hálfleik aðeins 10 mörk. Hvað gekk illa? Það gekk mjög margt illa í leik KA. Það var mikið andleysi í liðinu í upphafi leiks þar sem það gekk ekkert upp hjá þeim bæði í vörn og sókn. Jónatan Magnússon þjálfari liðsins hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í viðtali eftir leik að það var í raun enginn á deginum sínum sama hvert var litið. Hvað gerist næst? KA hefur fengið beiðni sína samþykkta um að leika ekki í landsleikja glugganum og því er næsti leikur þeirra 9. maí á móti ÍR klukkan 16:00. Haukar spila næst á föstudaginn kemur þar sem þeir fara norður á Akureyri og mæta Þór klukkan 18:00. Aron Kristjánsson: Ætluðum að láta leikinn fyrir norðan ekki endurtaka sig Aron var kátur með liðið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Við vorum mjög spenntir að fá að spila handbolta aftur. Við töpuðum fyrir þeim á Akureyri, þar sem við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum við staðráðnir í því að láta það ekki endurtaka sig," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Aron var í skýjunum með liðið í heild sinni sérstaklega í upphafi leiks, varnarleikur liðsins var góður sem gaf þeim hraðahlaup og góða seinni bylgju. Ólafur Ægir Ólafsson hægri skytta Hauka átti magnaðan kafla í fyrri hálfleik þar sem hann gerði fimm mörk í röð. „Ólafur átti góðan leik í dag, Ólafur hefur æft vel og verið góður á síðustu æfingum hjá okkur og er að spila vel úr sínu," sagði Aron og bætti við að Ólafur sé í toppstandi. " Aron var ánægður með fagmennsku liðsins í dag og hrósaði liðsheild Hauka. „Það voru allir sem skiluðu góðu framlagi, það vita það allir í mínu liði að þeir sem byrja á bekknum verða að vera tilbúnir þegar kallið kemur og mæta af krafti og er liðsheildin okkar mjög sterk." Aron var ánægður með sína hávöxnu og þéttu vörn sem KA átti í vandræðum með að skjóta yfir, því þó KA skoraði aðeins 10 mörk í fyrri hálfleik varði Björgvin Páll aðeins 4 bolta. Olís-deild karla Haukar KA
Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram með góðum sigri á KA. Haukarnir byrjuðu leikinn af krafti og bjuggu sér snemma til gott forskot sem þeir slepptu aldrei takinu á. Niðurstaðan níu marka sigur Hauka 32 - 23. Leikmenn KA virtust hafa gleymt sínum góða sóknarleik á Seltjarnarnesi þar sem liðið spilaði glimrandi sóknarleik. Það tók KA 5 mínútur að skora sitt fyrsta mark hér í dag og var sóknarleikur liðsins svakalega stirður og fyrirsjáanlegur á móti þéttri vörn Hauka sem nýttu sér þetta á hinum enda vallarins og náðu strax upp fjögurra marka forskoti. Ólafur Ægir Ólafsson var allt í öllu í hægri skyttu Hauka fyrsta korter leiksins. Ólafur Ægir gerði fimm mörk í röð á rúmlega sjö mínútum og áttu KA menn enginn svör við hans leik. Haukarnir fylgdu fordæmi Ólafs og héldu til hálfleiks með rausnarlegt sjö marka forskot 17 - 10. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn á sama krafti og þeir voru búnir að gera í þeim fyrri. Í miðjum seinni hálfleik var kominn mikil stemmning í Hauka liðið þar sem Andri Scheving markmaður Hauka var búinn að skora tvö mörk í röð og Haukar komnir tíu mörkum yfir. Haukar héldu sjó út allan leikinn, bæði lið notuðu hópinn sinn vel þar sem úrslit leiksins voru ráðinn um miðjan seinni hálfleik. Níu marka sigur Hauka niðurstaðan 32 - 23 og Haukar taka enn eitt skrefið í átt að deildarmeistaratitlinum. Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka lagði gruninnn af góðum sigri strax þegar leikurinn var flautaður á. KA skoraði ekki á fyrstu fimm mínútum leiksins sem Haukarnir nýttu sér. KA fékk enga markvörslu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins sem virkar engann veginn þegar þú mætir eins sterku liði og Haukum. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Ægir Ólafsson mætti með hvelli í leikinn. Þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik tók Ólafur Ægir sig til og gerði fimm mörk á sjö mínútum, það héldu honum enginn bönd á þessum kafla og endaði hann leikinn með 6 mörk. Vörn Hauka í heild sinni var mjög góð, KA átti í miklum erfiðleikum í fyrri hálfleik að komast í gegnum turnana í Hauka liðinu sem stóðu þéttir á þá og spiluðu fast. Uppskera KA í fyrri hálfleik aðeins 10 mörk. Hvað gekk illa? Það gekk mjög margt illa í leik KA. Það var mikið andleysi í liðinu í upphafi leiks þar sem það gekk ekkert upp hjá þeim bæði í vörn og sókn. Jónatan Magnússon þjálfari liðsins hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í viðtali eftir leik að það var í raun enginn á deginum sínum sama hvert var litið. Hvað gerist næst? KA hefur fengið beiðni sína samþykkta um að leika ekki í landsleikja glugganum og því er næsti leikur þeirra 9. maí á móti ÍR klukkan 16:00. Haukar spila næst á föstudaginn kemur þar sem þeir fara norður á Akureyri og mæta Þór klukkan 18:00. Aron Kristjánsson: Ætluðum að láta leikinn fyrir norðan ekki endurtaka sig Aron var kátur með liðið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Við vorum mjög spenntir að fá að spila handbolta aftur. Við töpuðum fyrir þeim á Akureyri, þar sem við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum við staðráðnir í því að láta það ekki endurtaka sig," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Aron var í skýjunum með liðið í heild sinni sérstaklega í upphafi leiks, varnarleikur liðsins var góður sem gaf þeim hraðahlaup og góða seinni bylgju. Ólafur Ægir Ólafsson hægri skytta Hauka átti magnaðan kafla í fyrri hálfleik þar sem hann gerði fimm mörk í röð. „Ólafur átti góðan leik í dag, Ólafur hefur æft vel og verið góður á síðustu æfingum hjá okkur og er að spila vel úr sínu," sagði Aron og bætti við að Ólafur sé í toppstandi. " Aron var ánægður með fagmennsku liðsins í dag og hrósaði liðsheild Hauka. „Það voru allir sem skiluðu góðu framlagi, það vita það allir í mínu liði að þeir sem byrja á bekknum verða að vera tilbúnir þegar kallið kemur og mæta af krafti og er liðsheildin okkar mjög sterk." Aron var ánægður með sína hávöxnu og þéttu vörn sem KA átti í vandræðum með að skjóta yfir, því þó KA skoraði aðeins 10 mörk í fyrri hálfleik varði Björgvin Páll aðeins 4 bolta.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti