Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila Helga Vala Helgadóttir skrifar 24. apríl 2021 12:01 Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Hjúkrunarheimili Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun