Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 15:19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Loftslagsráðstefna fór fram á vegum Bandaríkjastjórnar í gær þar sem Bolsonaro hét því að tvöfalda fjárveitingar til loftslagsmála í von um að stemma stigu við ólöglegri skógareyðingu. Sagðist hann stefna á að allur slíkur skógruðningur yrði hættur fyrir árið 2030. Bolsonaro gekk hins vegar hratt á bak orða sinna og skrifaði í gær undir fjárlög þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldun þessarar fjárveitingar. Þá samþykkti hann ekki aukalegar fjárveitingar sem lagðar voru til af brasilíska þinginu. Frá því að Bolsonaro tók við forsetastóli hefur ríkisstjórn hans dregið úr fjárveitingum til málefnisins og talað gegn umhverfisvernd. Þá hefur hann talað fyrir uppbyggingu á vernduðum svæðum. Gagnrýnendur segja loforð Bolsonaro mega rekja til samnings sem Brasilía og Bandaríkin eru að semja um þessa dagana. Samningurinn snýst um fjárveitingar Bandaríkjanna til Brasilíu gegn því að Brasilía verndi Amazon skóginn, stærsta regnskóg jarðarinnar, og önnur svæði. Samkvæmt fjárlögum Brasilíu 2021 fær umhverfisráðuneytið 380 milljónir Bandaríkjadala, eða um 47,8 milljarða íslenskra króna, í fjárveitingar en árið 2020 var tæpum 550 milljónum Bandaríkjadala, eða um 68,8 milljörðum króna, varið í ráðuneytið. Umhverfisráðherra Brasilíu hefur óskað eftir því að fjárveitingarnar verði endurskoðaðar og verði í samræmi við loforð Bolsonaros.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41