„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 18:10 Guðrún Johnsen hagfræðingur er stjórnarformaður Transparency International á Íslandi. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um framferði Samherja. Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Seðlabankastjóri tjáði sig við Stundina í vikunni um þau áhrif sem kæra Samherja á hendur einstaka starfsfólki bankans hefur haft og þar ræddi hann um að slíkar málshöfðanir gagnvart eftirlitsstarfsmönnum gætu veiklað mátt stofnana til eftirlits. Íslandsdeild TI, þar sem hagfræðingurinn Guðrún Johnsen er stjórnarformaður, er harðorð í garð útgerðarfélagsins. „Framganga fyrirtækisins getur ekki talist innan eðlilegra marka. Hér er um að ræða langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu í krafti arðs vegna þess sérstaka aðgangs sem félagið hefur að nýtingu auðlinda almennings. Nú er mál að linni,“ segir í ályktun samtakanna. Íslandi stjórnað af hagsmunahópum TI fjallar um að aðilar, eins og Samherji, sem fara með rétt á nýtingu sameiginlegra auðlinda hljóti eðli máls samkvæmt að bera sérstaka samfélagslega ábyrgð. Samtökin rifja upp framferði félagsins í tengslum við umfjöllun um málefni þess í Namibíu. „Fulltrúar fyrirtækisins hafa ógnað og njósnað um einstaklinga sem fjallað hafa um málið, kostað áróðursmyndbönd til almennings þar sem hreinum og klárum ósannindum er haldið fram og ítrekað hafa verið leiðrétt,“ segir í ályktun TI. Fyrirtækið hafi fjármagnað áróðursþætti til birtinga, fjármagnað bókaskrif í áróðurstilgangi og haldið úti fordæmalausu túlkunarstríði á sögunni. Jafnvel á nefndarfundum Alþingis hafi fulltrúar fyrirtækisins sýnt af sér hegðun sem engum er sæmandi. Seðlabankastjóri sagði við Stundina að það geti verið meiri háttar mál að lenda upp á kant við hagsmunahópa í íslensku samfélagi. „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum,“ sagði Ásgeir. Í raun eigi aðeins þrír hópar á Íslandi raunverulegan pening í einhverjum mæli, fjárfestar, útgerðarmenn og lífeyrissjóðirnir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að mögulega sé ástæða til að stíga frekari skref til verndar opinberum starfsmönnum gegn atlögum stórfyrirtækja. Transparency International á Íslandi segir að Íslendingar verði að vera „mjög vakandi fyrir því að arður af auðlindum þeirra sé nýttur í þágu þjóðarinnar og alls ekki til að vega að mikilsverðum hagsmunum almennings.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Segir starfsfólk eftirlitsstofnana berskjaldað gagnvart árásum Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stígur fram í Stundinni í dag og kveðst ósáttur við það hvernig útgerðarfélagið Samherji hafi ráðist að starfsfólki bankans með, meðal annars, kærum til lögreglu. 23. apríl 2021 07:44
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21