Biden viðurkennir þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 07:47 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að formlega lýsa fjöldamorðunum á Armenum árið 1915 sem þjóðarmorði. Morðin áttu sér stað í þá deyjandi Ottómanveldinu þar sem nú er Tyrkland. Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað. Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað.
Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47
Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14