Eins og stendur eru róðrarmennirnir enn um borð í bátum sínum en þurfa hjálp. Slökkviliðið sást með bát um borð í bílnum á leiðinni í gegnum Mosfellsbæ um fimmleytið í dag. Stefnan er að hjálpa mönnunum að komast í land.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki talin hætta á ferð, en hugsunin sú að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það er enda farið að hvessa á svæðinu.