Lið Hlínar spilaði þrátt fyrir smit Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 11:31 Hlín Eiríksdóttir (næstlengst til hægri) á æfingu með Piteå í vor. Instagram/@Piteadam Hlín Eiríksdóttir og liðsfélagar hennar í Piteå spiluðu leik í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að smit hafi greinst í leikmannahópnum. Fjórir leikmenn liðsins til viðbótar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Hlín, sem hélt í atvinnumennsku frá Val í vetur, lék allan leikinn fyrir Piteå í gær í 2-0 tapi á heimavelli gegn Eskilstuna. Aftonbladet greinir frá því að fyrir leikinn hafi leikmaður Piteå greinst með smit. Annar leikmaður hafi svo fundið fyrir einkennum í leiknum og greinst með smit, og þrír til viðbótar greinst við skimun eftir leik. „Það er erfitt að segja til um það hvort við hefðum átt að gera eitthvað öðruvísi,“ sagði Arne Zingmark, liðslæknir Piteå, við Aftonbladet. Zingmark segir að eftir að fyrsta smitið greindist hafi sóttvarnayfirvöld í Norðurbotni, héraðinu sem Piteå tilheyrir, mælt með því að liðið héldi æfingum og keppni áfram eins og ekkert hefði ískorist. Smitið greindist um miðja síðustu viku, segir Aftonbladet. Læknirinn er ekki á því að fresta hefði átt leiknum við Eskilstuna vegna þess: „Nei, það gerir maður ekki út af einu smiti,“ sagði Zingmark. Piteå hefur nú frestað liðsæfingum og mun taka næstu skref í samráði við sóttvarnayfirvöld. Leikmenn Eskilstuna fara í skimun á morgun, segir Magnus Karlsson íþróttastjóri félagsins sem kveðst sáttur við hvernig Piteå tók á málinu. Niðurstöður úr skimuninni ráða svo framhaldinu en Eskilstuna á að mæta Rosengård á sunnudag. Glódís Perla Viggósdóttir leikur með Rosengård og lék áður með Eskilstuna. Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Hlín, sem hélt í atvinnumennsku frá Val í vetur, lék allan leikinn fyrir Piteå í gær í 2-0 tapi á heimavelli gegn Eskilstuna. Aftonbladet greinir frá því að fyrir leikinn hafi leikmaður Piteå greinst með smit. Annar leikmaður hafi svo fundið fyrir einkennum í leiknum og greinst með smit, og þrír til viðbótar greinst við skimun eftir leik. „Það er erfitt að segja til um það hvort við hefðum átt að gera eitthvað öðruvísi,“ sagði Arne Zingmark, liðslæknir Piteå, við Aftonbladet. Zingmark segir að eftir að fyrsta smitið greindist hafi sóttvarnayfirvöld í Norðurbotni, héraðinu sem Piteå tilheyrir, mælt með því að liðið héldi æfingum og keppni áfram eins og ekkert hefði ískorist. Smitið greindist um miðja síðustu viku, segir Aftonbladet. Læknirinn er ekki á því að fresta hefði átt leiknum við Eskilstuna vegna þess: „Nei, það gerir maður ekki út af einu smiti,“ sagði Zingmark. Piteå hefur nú frestað liðsæfingum og mun taka næstu skref í samráði við sóttvarnayfirvöld. Leikmenn Eskilstuna fara í skimun á morgun, segir Magnus Karlsson íþróttastjóri félagsins sem kveðst sáttur við hvernig Piteå tók á málinu. Niðurstöður úr skimuninni ráða svo framhaldinu en Eskilstuna á að mæta Rosengård á sunnudag. Glódís Perla Viggósdóttir leikur með Rosengård og lék áður með Eskilstuna.
Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira