Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið með beinum hætti að öllum þremur mörkum Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. INSTAGRAM/@SVEINDISSS Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti