Brynjar segir engin heiðurslaun hugsanleg án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2021 15:41 Brynjar Níelsson alþingismaður sendir Bubba Morthens tóninn í pistli þar sem hann rís upp Samherja til varnar. „Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka.“ Þannig lýkur pistli Brynjars sem birtist nú fyrirstundu á Vísi. Þingmaðurinn leggur þannig skæðan krók undir kjamma Bubba, gott ef ekki högg undir beltisstað líka, en Bubbi er meðal þeirra sem þiggja heiðurslaun listamanna. Bubbi hefur vakið athygli að undanförnu fyrir að hvetja menn til dáða; að láta ekki óttann stjórna sér í tengslum við mál Samherja. Þá ekki síst í tengslum við andóf Samherja vegna frétta Helga Seljan og fleiri af málum tengdum fyrirtækinu. Telur stjórn Gagnsæis úti á túni Brynjar gerir að umfjöllunarefni ýmsar skærur sem sjávarútvegsfyrirtækið Samherja hefur staðið í meðal annars með þeim afleiðingum að Íslandsdeild Transparency Iceland eða Gagnsæi sent frá sér ályktun um framgöngu fyrirtækisins sem hún telur í langvarandi stríðsrekstri gegn samfélaginu. „Það félag hefur verið óþreytandi að segja heiminum frá því að við séum spilltari en aðrir þótt öllum sé ljóst sem kynna sér málin að svo er ekki,“ segir Brynjar og telur hér öllu á haus snúið. Ljóst megi vera að stjórn Gagnsæis sé á allt annarri vegferð en að berjast gegn spillingu. Brynjar telur vert að rifja upp fyrir þeirri stjórn og öðrum stríð Samherja og Seðlabankans og stríðsreksturinn almennt. „Allir viðrast vera búnir að gleyma sögunni og staðreyndum málsins.“ Samsæriskenningar fréttamanna RÚV Og það gerir Brynjar að hætti hússins, segir það „stríð“ hafa byrjað með því að Seðlabankinn hafi vaðið inn i fyrirtækið með lögregluvaldi í mars 2012 og hafið rannsókn á meintum brotum Samherja. „Virðist sem grundvöllur hennar hafi verið samsæriskenningar frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem hafa ekki reynst hingað til traustir uppljóstrarar. Til að gera langa sögu stutta reyndist þetta vera sneypuför hin mesta samkvæmt niðurstöðu dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Eftir stendur að þetta misheppnaða ferðalag olli verulegu fjárhagstjóni fyrir Samherja, auk þess sem átökin sköðuðu mjög ímynd félagsins að ósekju.“ Brynjar segir að stjórn Gagnsæis ætti að hafa það í huga að Samherjamenn hafi byrjað „með tvær hendur tómar og keppt á markaði með aflaheimildir eftir reglum sem ríkisvaldið, sem fer með yfirráð allra auðlinda landsins, setti.“ Þingmaðurinn telur vert að halda því til haga að atvinnuvegir séu forsenda þess að hér er hægt að halda úti velferðar- og styrkjakerfi. Samherjaskjölin Tónlist Alþingi Tengdar fréttir Gagnsæi og heiðurslistamenn Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. 26. apríl 2021 15:26 „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. 17. desember 2020 16:00 Lagt til að Bubbi fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið ársins 2019 vegna heiðurslauna listamanna. Lagt er til að Bubbi Morthens verði einn þeirra sem fái slík laun. 5. desember 2018 17:29 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
„Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka.“ Þannig lýkur pistli Brynjars sem birtist nú fyrirstundu á Vísi. Þingmaðurinn leggur þannig skæðan krók undir kjamma Bubba, gott ef ekki högg undir beltisstað líka, en Bubbi er meðal þeirra sem þiggja heiðurslaun listamanna. Bubbi hefur vakið athygli að undanförnu fyrir að hvetja menn til dáða; að láta ekki óttann stjórna sér í tengslum við mál Samherja. Þá ekki síst í tengslum við andóf Samherja vegna frétta Helga Seljan og fleiri af málum tengdum fyrirtækinu. Telur stjórn Gagnsæis úti á túni Brynjar gerir að umfjöllunarefni ýmsar skærur sem sjávarútvegsfyrirtækið Samherja hefur staðið í meðal annars með þeim afleiðingum að Íslandsdeild Transparency Iceland eða Gagnsæi sent frá sér ályktun um framgöngu fyrirtækisins sem hún telur í langvarandi stríðsrekstri gegn samfélaginu. „Það félag hefur verið óþreytandi að segja heiminum frá því að við séum spilltari en aðrir þótt öllum sé ljóst sem kynna sér málin að svo er ekki,“ segir Brynjar og telur hér öllu á haus snúið. Ljóst megi vera að stjórn Gagnsæis sé á allt annarri vegferð en að berjast gegn spillingu. Brynjar telur vert að rifja upp fyrir þeirri stjórn og öðrum stríð Samherja og Seðlabankans og stríðsreksturinn almennt. „Allir viðrast vera búnir að gleyma sögunni og staðreyndum málsins.“ Samsæriskenningar fréttamanna RÚV Og það gerir Brynjar að hætti hússins, segir það „stríð“ hafa byrjað með því að Seðlabankinn hafi vaðið inn i fyrirtækið með lögregluvaldi í mars 2012 og hafið rannsókn á meintum brotum Samherja. „Virðist sem grundvöllur hennar hafi verið samsæriskenningar frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem hafa ekki reynst hingað til traustir uppljóstrarar. Til að gera langa sögu stutta reyndist þetta vera sneypuför hin mesta samkvæmt niðurstöðu dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Eftir stendur að þetta misheppnaða ferðalag olli verulegu fjárhagstjóni fyrir Samherja, auk þess sem átökin sköðuðu mjög ímynd félagsins að ósekju.“ Brynjar segir að stjórn Gagnsæis ætti að hafa það í huga að Samherjamenn hafi byrjað „með tvær hendur tómar og keppt á markaði með aflaheimildir eftir reglum sem ríkisvaldið, sem fer með yfirráð allra auðlinda landsins, setti.“ Þingmaðurinn telur vert að halda því til haga að atvinnuvegir séu forsenda þess að hér er hægt að halda úti velferðar- og styrkjakerfi.
Samherjaskjölin Tónlist Alþingi Tengdar fréttir Gagnsæi og heiðurslistamenn Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. 26. apríl 2021 15:26 „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. 17. desember 2020 16:00 Lagt til að Bubbi fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið ársins 2019 vegna heiðurslauna listamanna. Lagt er til að Bubbi Morthens verði einn þeirra sem fái slík laun. 5. desember 2018 17:29 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Gagnsæi og heiðurslistamenn Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. 26. apríl 2021 15:26
„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27
Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. 17. desember 2020 16:00
Lagt til að Bubbi fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið ársins 2019 vegna heiðurslauna listamanna. Lagt er til að Bubbi Morthens verði einn þeirra sem fái slík laun. 5. desember 2018 17:29