Innlent

Aldrei fleiri tekið þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Það var liðið : ) sem vann en liðið var skipað þeim Elvari Árni Bjarnasyni, Samúel Arnari Hafsteinssyni og Benedikt Vilja Magnússyni.
Það var liðið : ) sem vann en liðið var skipað þeim Elvari Árni Bjarnasyni, Samúel Arnari Hafsteinssyni og Benedikt Vilja Magnússyni. aðsend

Lið undir nafninu : ) úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr Býtum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina. Alls voru skráð til leiks 58 lið skipuð 135 úr þrettán framhaldsskólum að þessu sinni en keppnin fór alfarið fram á netinu í ár.

Ekki kom það að sök en aldrei hafa fleiri lið tekið þátt í keppninni að því er segir í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík en keppnin hefur verið haldin á vegum tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2009.

Í efstu deild keppninnar, svokallaðri Alpha-deild, var það líkt og áður segir liðið : ) sem vann en liðið var skipað þeim Elvari Árni Bjarnasyni, Samúel Arnari Hafsteinssyni og Benedikt Vilja Magnússyni. Verðlaunin voru ekki af verri endanum en þeir fá meðal annars felld niður skólagjöld fyrstu annar, kjósi þeir að hefja nám við Háskólann í Reykjavík.

„Keppendur sóttu sérmerkta boli og snarl í HR, til að gæða sér á meðan keppninni stóð, en starfsmenn afhentu varninginn beint í bíla keppenda fyrir utan skólabygginguna, allt í nafni ábyrgra sóttvarna,“ segir í tilkynningunni.

Úrslit í heild sinni má finna hér að neðan

Alpha-deild

1. sæti:

:) - FB/MR

Elvar Árni Bjarnason, Samúel Arnar Hafsteinsson, Benedikt Vilji Magnússon

2. sæti:

The good, the bad and the lucky - Tækniskólinn

Arnór Friðriksson, Tristan Pétur Andersen Njálsson og Kristinn Vikar Jónsson

3. sæti:

Pizza Time - Tækniskólinn

Tómas Orri Arnarsson, Jón Bjarki Gíslason, Serik Ólafur Ásgeirsson

Beta-deild

1. sæti

MMM - Verzlunarskóli Íslands

Gunnlaugur Eiður Björgvinsson, Róbert Híram Ágústsson

2. sæti

E­­­³ - Tækniskólinn

Einar Darri, Egill Ari, Elías Hrafn

3. sæti

"æi, getur þú valið nafnið" - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Ingvar Óli Ögmundsson, Brynjar Haraldsson

Delta-deild

1. sæti

DAD - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Axel Snær Ammendrup Atlason, Daníel Snær Halldórsson, Daníel George Þórarinsson

2. sæti

Netþjónarnir - Tækniskólinn

Bjartur Sigurjónsson, Daníel Stefán T. Valdimarsson

3. sæti

Annað sæti - Tækniskólinn

Sigþór Atli Sverrisson, Bjarni Hrafnkelsson, Birgir Bragi Gunnþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×