Grunnskólanum verður því lokað á morgun á meðan verið er að ná utan um málið. Þá verður skoðað hvort skima þurfi einhverja hópa í skólanum, leikskólanum og víðar. Þetta eru ekki fyrstu smitin sem koma upp í bænum en í gær greindust fjórir starfsmenn útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Ramma í Þorlákshöfn smitaðir af Covid.
Fram kemur í póstinum frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, að samkvæmt mati smitrakningateymis Almannavarna sé ekki ástæða til að loka leikskólanum í Þorlákshöfn. Sú ákvörðun hafi hins vegar verið tekin að ganga lengra og eru foreldrar beðnir um að halda börnum sínum heima á morgun.