Innlent

110 nem­endur FSu í sótt­kví eftir að nemandi greindist

Atli Ísleifsson skrifar
Hýsakynni Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Hýsakynni Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Vísir/Magnús Hlynur

Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví.

Þetta staðfestir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, í samtali við Vísi.

Nemendurnir þurfa að vera sjö daga í sóttkví, en miðað er við fyrsta daginn í gær. Nemendur muni því fara í sýnatöku 5. maí næstkomandi.

Ekki er ljóst hvort að umrætt smit tengist hópsmitinu sem kom upp í Ölfusi á dögunum. Umfangsmikil skimun fór fram í Þorlákshöfn í gær og greindi Elliði Vignisson bæjarstjóri frá því í gærkvöldi að fyrstu niðurstöður úr skimuninni benti til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru hafi greinst með staðfest smit covid-19. 

Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp.


Tengdar fréttir

Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn

Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×