Ekkert sem bendir til þess hérlendis að breska afbrigðið sé skæðara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að hið svokallaða breska afbirgði Covid-19 sé álíka skætt og afbrigðin sem Íslendingar glímdu við fyrr í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira