Tökur hafnar á House of the Dragon Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 13:34 HBO Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. Nánar tiltekið gerast þættirnir um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance og Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Þá mun Ramin Djawadi snúa aftur og gera tónlist fyrir House of the Dragon. Alls verða tíu þættir í þáttaröðinni. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að HBO væri með minnst þrjár þáttaraðir úr söguheimi Game of Thrones í vinnslu, til viðbótar við House of the Dragon. Hinar þáttaraðirnar bera titlana 9 Voygaes, Flea Bottom og 10.0000 Ships. Frekari upplýsingar um þær má finna hér að neðan. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að framleiðsla House of the Dragon væri formlega hafin og voru birtar myndir af leikurum þáttaraðarinnar á Twittersíðu hennar. Þeirra á meðal eru Paddy Considine sem leikur konunginn Viserys Tagaryen, Emma D’Arcy sem leikur prinsessuna Rhaenyra Targaryen og Matt Smith sem leikur Daemon Targaryen. Frekari upplýsingar um helstu persónur þáttanna má finna hér á vef HBO. Fire will reign #HouseoftheDragon is officially in production. Follow @HouseofDragon for all updates. pic.twitter.com/lc3dhIcm5u— Game of Thrones (@GameOfThrones) April 26, 2021 Myndir náðust í gær af leikurum þáttanna og tökuliði nærri Newquay í Cornwall í Bretlandi. Þar mátti meðal annars sjá leikarana Matt Smith og Emmu d‘Arcy í fullum skrúða. BBC segir að tökulið hafi einnig sést á St Michael's Mount, sem er einnig í Cornwall, og talið er að þau tengist House of the Dragon sömuleiðis. Til stendur að frumsýna þættina á næstu ári. The first images from the set of House of the Dragon featuring Rhaenyra Targaryen (Emma d'Arcy) and Daemon Targaryen (Matt Smith). #HouseoftheDragon pic.twitter.com/b4dWcIYcNZ— House of the Dragon (@houseofdragontv) April 28, 2021 Game of Thrones Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nánar tiltekið gerast þættirnir um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance og Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Þá mun Ramin Djawadi snúa aftur og gera tónlist fyrir House of the Dragon. Alls verða tíu þættir í þáttaröðinni. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að HBO væri með minnst þrjár þáttaraðir úr söguheimi Game of Thrones í vinnslu, til viðbótar við House of the Dragon. Hinar þáttaraðirnar bera titlana 9 Voygaes, Flea Bottom og 10.0000 Ships. Frekari upplýsingar um þær má finna hér að neðan. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að framleiðsla House of the Dragon væri formlega hafin og voru birtar myndir af leikurum þáttaraðarinnar á Twittersíðu hennar. Þeirra á meðal eru Paddy Considine sem leikur konunginn Viserys Tagaryen, Emma D’Arcy sem leikur prinsessuna Rhaenyra Targaryen og Matt Smith sem leikur Daemon Targaryen. Frekari upplýsingar um helstu persónur þáttanna má finna hér á vef HBO. Fire will reign #HouseoftheDragon is officially in production. Follow @HouseofDragon for all updates. pic.twitter.com/lc3dhIcm5u— Game of Thrones (@GameOfThrones) April 26, 2021 Myndir náðust í gær af leikurum þáttanna og tökuliði nærri Newquay í Cornwall í Bretlandi. Þar mátti meðal annars sjá leikarana Matt Smith og Emmu d‘Arcy í fullum skrúða. BBC segir að tökulið hafi einnig sést á St Michael's Mount, sem er einnig í Cornwall, og talið er að þau tengist House of the Dragon sömuleiðis. Til stendur að frumsýna þættina á næstu ári. The first images from the set of House of the Dragon featuring Rhaenyra Targaryen (Emma d'Arcy) and Daemon Targaryen (Matt Smith). #HouseoftheDragon pic.twitter.com/b4dWcIYcNZ— House of the Dragon (@houseofdragontv) April 28, 2021
Game of Thrones Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira