Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 93-91 | Upprisa Hauka heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2021 20:54 Annan leikinn í röð tryggði Hansel Atencia Haukum sigurinn. vísir/hulda margrét Haukar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir sigruðu Tindastól, 93-91, í hörkuleik í Ólafssal í kvöld. Haukar eru nú með örlögin í fallbaráttunni í sinni hendi. Ef þeir vinna þá þrjá leiki sem þeir eiga eftir leika þeir í Domino's deildinni á næsta tímabili. Fyrir hléið benti fátt til þess en Haukar hafa komið frábærlega undan því og líta mjög vel út um þessar mundir. Þetta var annar naumi sigur Hauka í röð gegn sterku liði og þrátt fyrir slæmt gengi framan af tímabili er töggur og sjálfstraust í liðinu. Og þar er líka að finna hæfileikamenn eins og Hansel Atencia sem átti stórleik í kvöld og skoraði 34 stig, þar af fimm síðustu stig Hauka. Nikolas Tomsick skoraði 31 stig fyrir Tindastól sem tapaði í kvöld í fyrsta sinn í fjórum leikjum. Stólarnir skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins en Haukar svöruðu með 16-2 kafla og komust tíu stigum yfir, 16-6. Þá tók Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, leikhlé. Hvað svo sem hann sagði að þá virkaði það vel því Stólarnir skoruðu sextán af næstu átján stigum. Haukar skoruðu næstu fjögur stig en Hannes Ingi Másson sá til þess að Tindastóll leiddi eftir 1. leikhluta þegar hann setti niður flautuþrist, 22-25. Haukar voru sjóðheitir í upphafi 2. leikhluta og hittu nánast úr hverju einasta skoti. Þeir náðu mest tólf stiga forskoti, 43-31, þegar Breki Gylfason tróð eftir frábæra sendingu Hilmars Péturssonar. Breki og Pablo Bertone lentu hins vegar báðir í villuvandræðum og Stólarnir nýttu sér fjarveru þeirra til að komast aftur inn í leikinn. Tomsick fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði þá 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Haukar leiddu að honum loknum, 51-47. Þeir hefðu eflaust kosið að vera með meiri forystu í ljósi þess að þeir hittu úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum (64 prósent). Pablo Bertone skoraði sextán stig fyrir Hauka.vísir/hulda margrét Þriðji leikhlutinn var afar jafn. Haukar buðu ekki upp á sömu skotsýninguna og tóku kannski full fá þriggja stiga skot miðað við árangurinn af þeim í fyrri hálfleik. En vörn Stólanna var líka sterkari og Haukar skoruðu aðeins nítján stig í 3. leikhluta. Þeir voru samt þremur stigum yfir, 70-67, að honum loknum. Fjórði leikhlutinn var jafn framan af, varnirnar sterkar og liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi. Í stöðunni 81-81 kom frábær kafli hjá Haukum. Brian Fitzpatrick, sem hafði látið afar lítið fyrir sér fara, setti niður stórt þriggja stiga skot og Atencia jók svo muninn í sjö stig, 90-83. Tindastóll minnkaði muninn í tvö stig, 90-88, með tveimur körfum frá Jaka Brodnik og víti frá Tomsick. Atencia komst á vítalínuna þegar 21 sekúnda var eftir og setti bæði vítin niður. Tomsick svaraði með snöggum þristi og minnkaði muninn í eitt. Stólarnir brutu á Atencia sem hitti úr fyrra vítinu. Það seinna geigaði en hann bætti upp fyrir það með því að stela boltanum af Tomsick og tryggja Haukum sigurinn. Lokatölur 93-91, Hafnfirðingum í vil. Leikmenn liðanna gáfu ekkert eftir eins og þessi mynd sýnir.vísir/hulda margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar hittu frábærlega fyrir utan (53 prósent) og skoruðu tuttugu stig af vítalínunni gegn níu hjá Tindastóli. Stólarnir voru mun sterkari inni í teig og fengu miklu fleiri skot en það dugði ekki til. Haukar sýndu svo mikinn styrk á lokakaflanum og líkt og gegn KR var Atencia hetjan. Hverjir stóðu upp úr? Atencia skoraði 34 stig og var kannski stærsta ástæða þess að Haukar unnu leikinn. Bertone átti fínan leik og Hilmar skilaði mjög góðu dagsverki. Hann skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Tomsick var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Það hægðist hins vegar á honum í seinni hálfleik en hann lauk leik með 31 stig og níu stoðsendingar. Brodnik var svo góður að vanda og skoraði 23 stig. Hvað gekk illa? Vörn Tindastóls var slök í 2. leikhluta, sérstaklega framan af, og þeim gekk illa að verja þriggja stiga línuna. Það gekk aðeins betur í seinni hálfleik en Haukar skoruðu samt fimmtán þriggja stiga körfur. Fitzpatrick var í felum þangað til í 4. leikhluta þar sem hann lét loks að sér kveða og skoraði meðal annars afar mikilvæga þriggja stiga körfu. Jalen Jackson var mjög rólegur og skilaði bara níu stigum. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær Tindastóll topplið og verðandi deildarmeistara Keflavíkur í heimsókn. Degi síðar sækja Haukar sjóðheita Valsmenn heim. Sævaldur: Spiluðum tuddavel Haukarnir eru með örlögin í sínum eigin höndum.vísir/hulda margrét Sævaldur Bjarnason, þjálfari Hauka, var afar sáttur eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. „Þetta var frábær sigur. Við spiluðum tuddavel og ég var rosalega ánægður með mitt lið,“ sagði Sævaldur eftir leik. „Við kreistum þennan sigur út. Þeir tóku fjórtán sóknarfráköst og eru mjög öflugir þar. En við fráköstuðum þegar það skipti máli. Þetta var frábært.“ Haukar voru með lygilega 64 prósent þriggja stiga nýtingu í hálfleik en þrátt fyrir það var forskot Hauka bara fjögur stig, 51-47. Sævaldur hefði kosið að forskotið hefði verið stærra. „Mér fannst við vera með þá á löngum köflum. Við komumst tvisvar sinnum tíu stigum yfir en gerðum vitleysur í vörninni. Ég var svekktur því skotnýtingin var góð. Við erum með marga góða leikmenn,“ sagði Sævaldur. „Það eru þrír leikir eftir og næst förum við á Hlíðarenda, minn gamla heimavöll. Ég er bara spenntur. Við ætlum að gera allt sem við getum og núna er þetta í okkar höndum. Við þurfum bara að halda áfram að skila okkar og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að liðið mitt haldi áfram að spila vel.“ Haukar unnu ótrúlega dramatískan sigur á KR í síðustu umferð og unnu núna aftur jafnan leik. Sævaldur kveðst ánægður með styrkinn sem hans menn hafa sýnt í þessum leikjum. „Ég er mjög sáttur. KR eru sexfaldir Íslandsmeistarar sem eru með lágvaxið lið og við þurftum að bregðast við því. Tindastóll er með stærri karla og við spiluðum á fleiri mönnum,“ sagði Sævaldur. „Deildin er góð og svo skemmtileg að við ætlum að halda áfram að vera með í partíinu.“Baldur: Auðveldara að dæma villur fyrir Hansel og félaga Baldur Þór Ragnarsson hafði ýmislegt við dómgæsluna í kvöld að athuga.vísir/hulda margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði sína menn hafa gert eitt og annað vel gegn Haukum. Það hafi þó dugað skammt. „Hansel [Atencia] var hrikalega öflugur í kvöld og við áttum í miklum vandræðum með hann lengst af,“ sagði Baldur. „Þeir hittu 53 prósent úr þriggja stiga skotum. Haukarnir spiluðu vel og unnu. Þetta var samt jafn leikur. Við gerðum fullt af hlutum vel. Við vorum með töluvert fleiri skot og skoruðum mikið inni í teig.“ Baldri fannst stóru mennirnir sínir ekki fá sanngjarna meðferð hjá dómurum leiksins. „Einhvern veginn virðist það vera að bakverðir komist oftar á vítalínuna en stórir menn. Við fórum ellefu sinnum á línuna en þeir meira en tuttugu sinnum. Samt sóttum við mikið inn í teig á Flenard [Whitfield] og Antanas [Udras] sem eru sterkir strákar. Svo er kannski auðveldara að dæma villur fyrir Hansel og félaga. En það er eins og það er,“ sagði Baldur. Hann var ekki nógu sáttur við varnarleik sinna manna í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. „Ég var ekkert ánægður með vörnina. Þeir brutust of oft í gegn og fengu grípa og skjóta skot. En vörnin var klárlega betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur að lokum. Dominos-deild karla Haukar Tindastóll
Haukar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þeir sigruðu Tindastól, 93-91, í hörkuleik í Ólafssal í kvöld. Haukar eru nú með örlögin í fallbaráttunni í sinni hendi. Ef þeir vinna þá þrjá leiki sem þeir eiga eftir leika þeir í Domino's deildinni á næsta tímabili. Fyrir hléið benti fátt til þess en Haukar hafa komið frábærlega undan því og líta mjög vel út um þessar mundir. Þetta var annar naumi sigur Hauka í röð gegn sterku liði og þrátt fyrir slæmt gengi framan af tímabili er töggur og sjálfstraust í liðinu. Og þar er líka að finna hæfileikamenn eins og Hansel Atencia sem átti stórleik í kvöld og skoraði 34 stig, þar af fimm síðustu stig Hauka. Nikolas Tomsick skoraði 31 stig fyrir Tindastól sem tapaði í kvöld í fyrsta sinn í fjórum leikjum. Stólarnir skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins en Haukar svöruðu með 16-2 kafla og komust tíu stigum yfir, 16-6. Þá tók Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, leikhlé. Hvað svo sem hann sagði að þá virkaði það vel því Stólarnir skoruðu sextán af næstu átján stigum. Haukar skoruðu næstu fjögur stig en Hannes Ingi Másson sá til þess að Tindastóll leiddi eftir 1. leikhluta þegar hann setti niður flautuþrist, 22-25. Haukar voru sjóðheitir í upphafi 2. leikhluta og hittu nánast úr hverju einasta skoti. Þeir náðu mest tólf stiga forskoti, 43-31, þegar Breki Gylfason tróð eftir frábæra sendingu Hilmars Péturssonar. Breki og Pablo Bertone lentu hins vegar báðir í villuvandræðum og Stólarnir nýttu sér fjarveru þeirra til að komast aftur inn í leikinn. Tomsick fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði þá 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Haukar leiddu að honum loknum, 51-47. Þeir hefðu eflaust kosið að vera með meiri forystu í ljósi þess að þeir hittu úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum (64 prósent). Pablo Bertone skoraði sextán stig fyrir Hauka.vísir/hulda margrét Þriðji leikhlutinn var afar jafn. Haukar buðu ekki upp á sömu skotsýninguna og tóku kannski full fá þriggja stiga skot miðað við árangurinn af þeim í fyrri hálfleik. En vörn Stólanna var líka sterkari og Haukar skoruðu aðeins nítján stig í 3. leikhluta. Þeir voru samt þremur stigum yfir, 70-67, að honum loknum. Fjórði leikhlutinn var jafn framan af, varnirnar sterkar og liðin þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi. Í stöðunni 81-81 kom frábær kafli hjá Haukum. Brian Fitzpatrick, sem hafði látið afar lítið fyrir sér fara, setti niður stórt þriggja stiga skot og Atencia jók svo muninn í sjö stig, 90-83. Tindastóll minnkaði muninn í tvö stig, 90-88, með tveimur körfum frá Jaka Brodnik og víti frá Tomsick. Atencia komst á vítalínuna þegar 21 sekúnda var eftir og setti bæði vítin niður. Tomsick svaraði með snöggum þristi og minnkaði muninn í eitt. Stólarnir brutu á Atencia sem hitti úr fyrra vítinu. Það seinna geigaði en hann bætti upp fyrir það með því að stela boltanum af Tomsick og tryggja Haukum sigurinn. Lokatölur 93-91, Hafnfirðingum í vil. Leikmenn liðanna gáfu ekkert eftir eins og þessi mynd sýnir.vísir/hulda margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar hittu frábærlega fyrir utan (53 prósent) og skoruðu tuttugu stig af vítalínunni gegn níu hjá Tindastóli. Stólarnir voru mun sterkari inni í teig og fengu miklu fleiri skot en það dugði ekki til. Haukar sýndu svo mikinn styrk á lokakaflanum og líkt og gegn KR var Atencia hetjan. Hverjir stóðu upp úr? Atencia skoraði 34 stig og var kannski stærsta ástæða þess að Haukar unnu leikinn. Bertone átti fínan leik og Hilmar skilaði mjög góðu dagsverki. Hann skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Tomsick var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 21 stig og gaf fimm stoðsendingar. Það hægðist hins vegar á honum í seinni hálfleik en hann lauk leik með 31 stig og níu stoðsendingar. Brodnik var svo góður að vanda og skoraði 23 stig. Hvað gekk illa? Vörn Tindastóls var slök í 2. leikhluta, sérstaklega framan af, og þeim gekk illa að verja þriggja stiga línuna. Það gekk aðeins betur í seinni hálfleik en Haukar skoruðu samt fimmtán þriggja stiga körfur. Fitzpatrick var í felum þangað til í 4. leikhluta þar sem hann lét loks að sér kveða og skoraði meðal annars afar mikilvæga þriggja stiga körfu. Jalen Jackson var mjög rólegur og skilaði bara níu stigum. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fær Tindastóll topplið og verðandi deildarmeistara Keflavíkur í heimsókn. Degi síðar sækja Haukar sjóðheita Valsmenn heim. Sævaldur: Spiluðum tuddavel Haukarnir eru með örlögin í sínum eigin höndum.vísir/hulda margrét Sævaldur Bjarnason, þjálfari Hauka, var afar sáttur eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. „Þetta var frábær sigur. Við spiluðum tuddavel og ég var rosalega ánægður með mitt lið,“ sagði Sævaldur eftir leik. „Við kreistum þennan sigur út. Þeir tóku fjórtán sóknarfráköst og eru mjög öflugir þar. En við fráköstuðum þegar það skipti máli. Þetta var frábært.“ Haukar voru með lygilega 64 prósent þriggja stiga nýtingu í hálfleik en þrátt fyrir það var forskot Hauka bara fjögur stig, 51-47. Sævaldur hefði kosið að forskotið hefði verið stærra. „Mér fannst við vera með þá á löngum köflum. Við komumst tvisvar sinnum tíu stigum yfir en gerðum vitleysur í vörninni. Ég var svekktur því skotnýtingin var góð. Við erum með marga góða leikmenn,“ sagði Sævaldur. „Það eru þrír leikir eftir og næst förum við á Hlíðarenda, minn gamla heimavöll. Ég er bara spenntur. Við ætlum að gera allt sem við getum og núna er þetta í okkar höndum. Við þurfum bara að halda áfram að skila okkar og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að liðið mitt haldi áfram að spila vel.“ Haukar unnu ótrúlega dramatískan sigur á KR í síðustu umferð og unnu núna aftur jafnan leik. Sævaldur kveðst ánægður með styrkinn sem hans menn hafa sýnt í þessum leikjum. „Ég er mjög sáttur. KR eru sexfaldir Íslandsmeistarar sem eru með lágvaxið lið og við þurftum að bregðast við því. Tindastóll er með stærri karla og við spiluðum á fleiri mönnum,“ sagði Sævaldur. „Deildin er góð og svo skemmtileg að við ætlum að halda áfram að vera með í partíinu.“Baldur: Auðveldara að dæma villur fyrir Hansel og félaga Baldur Þór Ragnarsson hafði ýmislegt við dómgæsluna í kvöld að athuga.vísir/hulda margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði sína menn hafa gert eitt og annað vel gegn Haukum. Það hafi þó dugað skammt. „Hansel [Atencia] var hrikalega öflugur í kvöld og við áttum í miklum vandræðum með hann lengst af,“ sagði Baldur. „Þeir hittu 53 prósent úr þriggja stiga skotum. Haukarnir spiluðu vel og unnu. Þetta var samt jafn leikur. Við gerðum fullt af hlutum vel. Við vorum með töluvert fleiri skot og skoruðum mikið inni í teig.“ Baldri fannst stóru mennirnir sínir ekki fá sanngjarna meðferð hjá dómurum leiksins. „Einhvern veginn virðist það vera að bakverðir komist oftar á vítalínuna en stórir menn. Við fórum ellefu sinnum á línuna en þeir meira en tuttugu sinnum. Samt sóttum við mikið inn í teig á Flenard [Whitfield] og Antanas [Udras] sem eru sterkir strákar. Svo er kannski auðveldara að dæma villur fyrir Hansel og félaga. En það er eins og það er,“ sagði Baldur. Hann var ekki nógu sáttur við varnarleik sinna manna í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. „Ég var ekkert ánægður með vörnina. Þeir brutust of oft í gegn og fengu grípa og skjóta skot. En vörnin var klárlega betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti