Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2021 13:54 Heildareignir samstæðu borgarinnar, A- og B-hluta, samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok rúmum 730 milljörðum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 386 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 345 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um ríflega 5,8 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborgar, en ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2020 var lagður fyrir borgarráð í dag og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 4. maí næstkomandi. Fram kemur að áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru birtist ljóslega í ársreikningi. Hröð kólnun í hagkerfinu á fyrri hluta árs og lokanir vegna COVID-19 hafi leitt til þess að vöxtur tekna sem gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun hafi ekki skilað sér, hvort sem litið sé til útsvarstekna eða annarra tekna. Veiking krónunnar hafi einnig hafi umtalsverð áhrif á erlend lán Orkuveitunnar og þá hafi mikill tekjusamdráttur orðið hjá Faxaflóahöfnum og Strætó auk Sorpu bs. sökum samdráttar í ferðaþjónustu og minni umsvifa innanlands. Skuldirnar nú 386 milljarðar króna Í tilkynningunni segir að helstu frávik frá áætlun A- og B-hluta megi rekja til lægri tekna B-hluta fyrirtækja vegna COVID-19 áhrifa, gjaldfærslu gengismunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur vegna veikingar krónunnar auk frávika í A-hluta. „Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 12,5 milljarða króna sem er 11,3 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er mikill viðsnúningur frá 2019 þegar rekstrarniðurstaða samstæðu var jákvæð um 11 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta skýrist einkum af lægri skatttekjum sem nemur 2,7 milljörðum króna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur af sölu byggingarréttar voru einnig 3,2 milljörðum króna undir áætlun. Launakostnaður var einnig hærri sem nemur 1,7 milljörðum króna og annar rekstrarkostnaður 1,2 milljörðum króna yfir áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um tæpa 5,9 milljarða króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.018 m.kr. Sterk eiginfjárstaða Heildareignir samstæðu borgarinnar, A- og B-hluta, samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok rúmum 730 milljörðum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 386 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 345 milljarðar króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 19.176 m.kr. Eiginfjárhlutfall er nú 47,2% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Áfram óvissa Fram kemur að talsverð óvissa sé um hversu lengi ástandið muni vara og því erfitt að meta áhrif á rekstur og efnahag borgarinnar með áreiðanlegum hætti fram í tímann. Áætlanir stjórnvalda um bólusetningar gefa þó tilefni til bjartsýni. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Reykjavíkurborg hafi sett fram öfluga endurreisnaráætlun, Græna planið, til að mæta samdrættinum vegna COVID-19. „Það er okkar leið til að snúa vörn í sókn. Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti,“ er haft eftir Degi. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfið kostar sitt, segir Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur sent frá þér tilkynningu vegna málsins þar sem haft er eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita flokksins í borgarstjórn, að ársreikningurinn sýni að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kosti sitt. „Heildarskuldir Reykjavíkurborgar hafa aldrei verið hærri en nú eru þær komnar í 386 milljarða króna en voru á síðasta rekstrarári 345 milljarðar. Skuldir samstæðu borgarinnar jukust þannig um 41 milljarð króna á síðasta ári, eða sem nemur 3.400 milljónum í hverjum einasta mánuði. Þetta samsvarar 112 milljónum á degi hverjum. Alla daga ársins,“ segir Eyþór og bætir við: „Í upphafi kjörtímabilsins var uppgreiðslutími skulda 6 ár og hefur hann nú nær tvöfaldast á tveimur árum þrátt fyrir stórauknar tekjur. Þetta er bara eitt dæmi um það hversu slæm og alvarleg staðan er hjá Reykjavíkurborg en ársreikningurinn sýnir glöggt að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kostar sitt.“ Eyþór segir ekki sjá fyrir endann á skuldasöfnun borgarinnar. „Enn er bætt í skuldsetninguna og engin tilraun gerð til að ná jafnvægi í rekstri. Á sama tíma og fyrirtækin í borginni eru í vanda hefur borgin stækkað báknið gríðarlega enda eru tekin lán fyrir rekstri borgarinnar og fjárfestingum,“ segir Eyþór. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast hins vegar fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um ríflega 5,8 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborgar, en ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2020 var lagður fyrir borgarráð í dag og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 4. maí næstkomandi. Fram kemur að áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru birtist ljóslega í ársreikningi. Hröð kólnun í hagkerfinu á fyrri hluta árs og lokanir vegna COVID-19 hafi leitt til þess að vöxtur tekna sem gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun hafi ekki skilað sér, hvort sem litið sé til útsvarstekna eða annarra tekna. Veiking krónunnar hafi einnig hafi umtalsverð áhrif á erlend lán Orkuveitunnar og þá hafi mikill tekjusamdráttur orðið hjá Faxaflóahöfnum og Strætó auk Sorpu bs. sökum samdráttar í ferðaþjónustu og minni umsvifa innanlands. Skuldirnar nú 386 milljarðar króna Í tilkynningunni segir að helstu frávik frá áætlun A- og B-hluta megi rekja til lægri tekna B-hluta fyrirtækja vegna COVID-19 áhrifa, gjaldfærslu gengismunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur vegna veikingar krónunnar auk frávika í A-hluta. „Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 12,5 milljarða króna sem er 11,3 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er mikill viðsnúningur frá 2019 þegar rekstrarniðurstaða samstæðu var jákvæð um 11 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta skýrist einkum af lægri skatttekjum sem nemur 2,7 milljörðum króna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur af sölu byggingarréttar voru einnig 3,2 milljörðum króna undir áætlun. Launakostnaður var einnig hærri sem nemur 1,7 milljörðum króna og annar rekstrarkostnaður 1,2 milljörðum króna yfir áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um tæpa 5,9 milljarða króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.018 m.kr. Sterk eiginfjárstaða Heildareignir samstæðu borgarinnar, A- og B-hluta, samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok rúmum 730 milljörðum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 386 milljarðar króna og eigið fé var tæpir 345 milljarðar króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 19.176 m.kr. Eiginfjárhlutfall er nú 47,2% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Áfram óvissa Fram kemur að talsverð óvissa sé um hversu lengi ástandið muni vara og því erfitt að meta áhrif á rekstur og efnahag borgarinnar með áreiðanlegum hætti fram í tímann. Áætlanir stjórnvalda um bólusetningar gefa þó tilefni til bjartsýni. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Reykjavíkurborg hafi sett fram öfluga endurreisnaráætlun, Græna planið, til að mæta samdrættinum vegna COVID-19. „Það er okkar leið til að snúa vörn í sókn. Borgin stendur sem betur fer vel að vígi til að glíma við efnahagskreppuna en óvissan er engu að síður töluverð. Við sjáum nú vonandi fram á bjartari tíma og að hjólin fari að snúast af fullum krafti,“ er haft eftir Degi. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfið kostar sitt, segir Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur sent frá þér tilkynningu vegna málsins þar sem haft er eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita flokksins í borgarstjórn, að ársreikningurinn sýni að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kosti sitt. „Heildarskuldir Reykjavíkurborgar hafa aldrei verið hærri en nú eru þær komnar í 386 milljarða króna en voru á síðasta rekstrarári 345 milljarðar. Skuldir samstæðu borgarinnar jukust þannig um 41 milljarð króna á síðasta ári, eða sem nemur 3.400 milljónum í hverjum einasta mánuði. Þetta samsvarar 112 milljónum á degi hverjum. Alla daga ársins,“ segir Eyþór og bætir við: „Í upphafi kjörtímabilsins var uppgreiðslutími skulda 6 ár og hefur hann nú nær tvöfaldast á tveimur árum þrátt fyrir stórauknar tekjur. Þetta er bara eitt dæmi um það hversu slæm og alvarleg staðan er hjá Reykjavíkurborg en ársreikningurinn sýnir glöggt að núverandi meirihlutasamstarf fjögurra flokka kostar sitt.“ Eyþór segir ekki sjá fyrir endann á skuldasöfnun borgarinnar. „Enn er bætt í skuldsetninguna og engin tilraun gerð til að ná jafnvægi í rekstri. Á sama tíma og fyrirtækin í borginni eru í vanda hefur borgin stækkað báknið gríðarlega enda eru tekin lán fyrir rekstri borgarinnar og fjárfestingum,“ segir Eyþór. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast hins vegar fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf
Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast hins vegar fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira