Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2021 17:36 Kári Stefánsson forstjóri ÍE kynnir niðurstöður rannsóknarinnar í dag. Vísir/Egill Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira