Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2021 17:36 Kári Stefánsson forstjóri ÍE kynnir niðurstöður rannsóknarinnar í dag. Vísir/Egill Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira