Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2021 17:36 Kári Stefánsson forstjóri ÍE kynnir niðurstöður rannsóknarinnar í dag. Vísir/Egill Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira