Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 08:08 Andstæðingar bannsins óttast meðal annars að það muni leiða til fleiri hættulegra árekstra milli lögreglu og ungra svartra manna. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira
Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira