Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 10:11 Deildar meiningar eru uppi um hvort rétt sé að tala um örbylgju „vopn“, jafnvel þótt hernaðaryfirvöld gruni að veikindin megi rekja til aðgerða Rússa. epa/Stefani Reynolds Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. Kvartanir sendiráðsstarfsmannanna voru lengi hunsaðar, þar til rannsóknir leiddu í ljós að umræddir starfsmenn höfðu hlotið vægan heilaskaða. Vísindaráð Bandaríkjanna telur örbylgjur orsök veikindanna. Svipuð veikindi hafa verið tilkynnt af Bandaríkjamönnum í Kína og hermönnum í Sýrlandi. Leyniþjónustan CIA og hernaðaryfirvöld í Pentagon rannsaka málið. Samkvæmt CNN ná rannsóknir þeirra til tveggja tilvika sem voru tilkynnt í Washington D.C árin 2019 og 2020. Annað átti sér stað við Hvíta húsið í nóvember en þá varð einstaklingur sem situr í þjóðaröryggisráðinu skyndilega veikur. Hitt tilvikið átti sér stað í úthverfi í Arlington. Þá var starfsmaður Hvíta hússins á göngu með hundinn sinn þegar maður steig út úr sendibíl og gekk framhjá henni. Á sama tíma fékk hundurinn flog og strax í kjölfarið fann hún fyrir einkennum; hátíðnisuði í eyrunum, miklum höfuðverk og náladofa í hægri hluta andlitsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði heilsu og heilbrigði opinberra starfsmanna forgangsmál og að málið væri til rannsóknar, bæði innanhúss og hjá öðrum stofnunum. Einkenni svokallaðs „Havana-heilkennis“ eru hátíðnisuð í eyra og svima, ógleði og höfuðverk í kjölfarið. Sumir þjást af minnistapi, sem getur orðið viðvarandi. Umfjöllun Guardian. Umfjöllun Politico. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Kvartanir sendiráðsstarfsmannanna voru lengi hunsaðar, þar til rannsóknir leiddu í ljós að umræddir starfsmenn höfðu hlotið vægan heilaskaða. Vísindaráð Bandaríkjanna telur örbylgjur orsök veikindanna. Svipuð veikindi hafa verið tilkynnt af Bandaríkjamönnum í Kína og hermönnum í Sýrlandi. Leyniþjónustan CIA og hernaðaryfirvöld í Pentagon rannsaka málið. Samkvæmt CNN ná rannsóknir þeirra til tveggja tilvika sem voru tilkynnt í Washington D.C árin 2019 og 2020. Annað átti sér stað við Hvíta húsið í nóvember en þá varð einstaklingur sem situr í þjóðaröryggisráðinu skyndilega veikur. Hitt tilvikið átti sér stað í úthverfi í Arlington. Þá var starfsmaður Hvíta hússins á göngu með hundinn sinn þegar maður steig út úr sendibíl og gekk framhjá henni. Á sama tíma fékk hundurinn flog og strax í kjölfarið fann hún fyrir einkennum; hátíðnisuði í eyrunum, miklum höfuðverk og náladofa í hægri hluta andlitsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði heilsu og heilbrigði opinberra starfsmanna forgangsmál og að málið væri til rannsóknar, bæði innanhúss og hjá öðrum stofnunum. Einkenni svokallaðs „Havana-heilkennis“ eru hátíðnisuð í eyra og svima, ógleði og höfuðverk í kjölfarið. Sumir þjást af minnistapi, sem getur orðið viðvarandi. Umfjöllun Guardian. Umfjöllun Politico.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56