Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 10:11 Deildar meiningar eru uppi um hvort rétt sé að tala um örbylgju „vopn“, jafnvel þótt hernaðaryfirvöld gruni að veikindin megi rekja til aðgerða Rússa. epa/Stefani Reynolds Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. Kvartanir sendiráðsstarfsmannanna voru lengi hunsaðar, þar til rannsóknir leiddu í ljós að umræddir starfsmenn höfðu hlotið vægan heilaskaða. Vísindaráð Bandaríkjanna telur örbylgjur orsök veikindanna. Svipuð veikindi hafa verið tilkynnt af Bandaríkjamönnum í Kína og hermönnum í Sýrlandi. Leyniþjónustan CIA og hernaðaryfirvöld í Pentagon rannsaka málið. Samkvæmt CNN ná rannsóknir þeirra til tveggja tilvika sem voru tilkynnt í Washington D.C árin 2019 og 2020. Annað átti sér stað við Hvíta húsið í nóvember en þá varð einstaklingur sem situr í þjóðaröryggisráðinu skyndilega veikur. Hitt tilvikið átti sér stað í úthverfi í Arlington. Þá var starfsmaður Hvíta hússins á göngu með hundinn sinn þegar maður steig út úr sendibíl og gekk framhjá henni. Á sama tíma fékk hundurinn flog og strax í kjölfarið fann hún fyrir einkennum; hátíðnisuði í eyrunum, miklum höfuðverk og náladofa í hægri hluta andlitsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði heilsu og heilbrigði opinberra starfsmanna forgangsmál og að málið væri til rannsóknar, bæði innanhúss og hjá öðrum stofnunum. Einkenni svokallaðs „Havana-heilkennis“ eru hátíðnisuð í eyra og svima, ógleði og höfuðverk í kjölfarið. Sumir þjást af minnistapi, sem getur orðið viðvarandi. Umfjöllun Guardian. Umfjöllun Politico. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Kvartanir sendiráðsstarfsmannanna voru lengi hunsaðar, þar til rannsóknir leiddu í ljós að umræddir starfsmenn höfðu hlotið vægan heilaskaða. Vísindaráð Bandaríkjanna telur örbylgjur orsök veikindanna. Svipuð veikindi hafa verið tilkynnt af Bandaríkjamönnum í Kína og hermönnum í Sýrlandi. Leyniþjónustan CIA og hernaðaryfirvöld í Pentagon rannsaka málið. Samkvæmt CNN ná rannsóknir þeirra til tveggja tilvika sem voru tilkynnt í Washington D.C árin 2019 og 2020. Annað átti sér stað við Hvíta húsið í nóvember en þá varð einstaklingur sem situr í þjóðaröryggisráðinu skyndilega veikur. Hitt tilvikið átti sér stað í úthverfi í Arlington. Þá var starfsmaður Hvíta hússins á göngu með hundinn sinn þegar maður steig út úr sendibíl og gekk framhjá henni. Á sama tíma fékk hundurinn flog og strax í kjölfarið fann hún fyrir einkennum; hátíðnisuði í eyrunum, miklum höfuðverk og náladofa í hægri hluta andlitsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði heilsu og heilbrigði opinberra starfsmanna forgangsmál og að málið væri til rannsóknar, bæði innanhúss og hjá öðrum stofnunum. Einkenni svokallaðs „Havana-heilkennis“ eru hátíðnisuð í eyra og svima, ógleði og höfuðverk í kjölfarið. Sumir þjást af minnistapi, sem getur orðið viðvarandi. Umfjöllun Guardian. Umfjöllun Politico.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56