Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2021 20:04 Arnar Helgi er með frábæra æfingastöðu á heimili sínu í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fátt eða ekkert, sem stoppar Arnar Helga Lárusson í Reykjanesbæ því hann ætlar sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi í sumar. Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys. Arnar Helgi býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Hann lamaðist eftir mótorhjólaslys árið 2002. Hann er algjör nagli og lætur ekkert stoppa sig í lífinu. Nú er hann að æfa sig að hjóla undir yfirskriftinni „Sem fuglinn fljúgandi. Hann klæðir sig í íþróttapeysuna inn í bílskúr áður en farið er upp á aðra hæð með lyftu þar sem hann er með hjólið sitt. Fyrir framan hann á hjólinu er stórt sjónvarp þar sem hann sér sig hjóla upp holt og hæðir. Arnar fær sér næringarefni fyrir hverja æfingu. „Það besta sem þú færð er náttúrulega bara góður matur, það er númer eitt, tvö og þrjú í svona miklum æfingum, það er að næra sig vel, þú getur ekki gert þetta án góðrar næringar. Síðustu sjö vikur hef ég aldrei hjólað undir 400 kílómetrum. Eins og í fyrradag hjólaði ég 200 kílómetra. Þá tek ég náttúrulega daginn eftir frí, það er ekkert annað hægt, það eru að detta af þér hendurnar, þú getur varla lokað lófunum,“ segir Arnar Helgi. Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnar Helga og Arnar eru mjög dugleg að fara út að hjóla saman. Arnar Helgi ætlar að hjóla í sumar 400 kílómetra á innan við sólarhring á Suðurlandi og vekja þannig athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og safna í leiðinni fyrir fjórum rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða en Arnar er formaður Sem samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Samtökin myndu hafa umsjón með hjólunum en hvert þeirra kostar tvær og hálfa milljón króna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra. Margir myndu segja að Arnar Helgi væri ofvirkur í veikri merkingu þess orðs. „Nei, nei, er bara duglegur,“ segir hann hlægjandi. En tekur Arnar æfingarnar í einni beit eða hvílir hann sig á milli? Börn Sóleyjar og Arnars eru líka mjög dugleg að fara út með foreldrum sínum að hjóla en þau heita Jón Garðar, Helgi Rafn og Íris Brynja.Aðsend „Ég stoppa aldrei, eins og þegar ég hjólaði 200 kílómetra í fyrradag stoppaði ég aldrei. En stundum stoppa ég ef ég þarf að pissa en það er þó mjög misjafnt.“ Arnar Helgi segir að lífið sé langt frá því að vera búið þó maður sé lamaður, það séu svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skipti þó jákvætt hugarfar öllu máli, það sé sterkasti hlekkurinn í keðjunni. Hann segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður, mottóið hans sé að vera betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra, sem hann umgengst. Arnar er alveg handviss um að hann fari létt með að hjóla á höndunum þessa 400 kílómetra á sólarhring í sumar, hann verði jafnvel bara tæplegan sólarhring að rusla þessu af. Hér má sjá hvernig styrkja má verkefnið hjá Arnari Helga.Aðsend Reykjanesbær Hjólreiðar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Arnar Helgi býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Hann lamaðist eftir mótorhjólaslys árið 2002. Hann er algjör nagli og lætur ekkert stoppa sig í lífinu. Nú er hann að æfa sig að hjóla undir yfirskriftinni „Sem fuglinn fljúgandi. Hann klæðir sig í íþróttapeysuna inn í bílskúr áður en farið er upp á aðra hæð með lyftu þar sem hann er með hjólið sitt. Fyrir framan hann á hjólinu er stórt sjónvarp þar sem hann sér sig hjóla upp holt og hæðir. Arnar fær sér næringarefni fyrir hverja æfingu. „Það besta sem þú færð er náttúrulega bara góður matur, það er númer eitt, tvö og þrjú í svona miklum æfingum, það er að næra sig vel, þú getur ekki gert þetta án góðrar næringar. Síðustu sjö vikur hef ég aldrei hjólað undir 400 kílómetrum. Eins og í fyrradag hjólaði ég 200 kílómetra. Þá tek ég náttúrulega daginn eftir frí, það er ekkert annað hægt, það eru að detta af þér hendurnar, þú getur varla lokað lófunum,“ segir Arnar Helgi. Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnar Helga og Arnar eru mjög dugleg að fara út að hjóla saman. Arnar Helgi ætlar að hjóla í sumar 400 kílómetra á innan við sólarhring á Suðurlandi og vekja þannig athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og safna í leiðinni fyrir fjórum rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða en Arnar er formaður Sem samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Samtökin myndu hafa umsjón með hjólunum en hvert þeirra kostar tvær og hálfa milljón króna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra. Margir myndu segja að Arnar Helgi væri ofvirkur í veikri merkingu þess orðs. „Nei, nei, er bara duglegur,“ segir hann hlægjandi. En tekur Arnar æfingarnar í einni beit eða hvílir hann sig á milli? Börn Sóleyjar og Arnars eru líka mjög dugleg að fara út með foreldrum sínum að hjóla en þau heita Jón Garðar, Helgi Rafn og Íris Brynja.Aðsend „Ég stoppa aldrei, eins og þegar ég hjólaði 200 kílómetra í fyrradag stoppaði ég aldrei. En stundum stoppa ég ef ég þarf að pissa en það er þó mjög misjafnt.“ Arnar Helgi segir að lífið sé langt frá því að vera búið þó maður sé lamaður, það séu svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skipti þó jákvætt hugarfar öllu máli, það sé sterkasti hlekkurinn í keðjunni. Hann segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður, mottóið hans sé að vera betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra, sem hann umgengst. Arnar er alveg handviss um að hann fari létt með að hjóla á höndunum þessa 400 kílómetra á sólarhring í sumar, hann verði jafnvel bara tæplegan sólarhring að rusla þessu af. Hér má sjá hvernig styrkja má verkefnið hjá Arnari Helga.Aðsend
Reykjanesbær Hjólreiðar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira