Það tók Elías Má aðeins tvær mínútur að skora fyrsta mark sitt og fyrsta mark leiksins. Hann bætti við öðru marki sínu snemma í síðari hálfleik en Excelsior vann öruggan 3-0 sigur eins og áður sagði.
Elías Már hefur nú skorað 21 mark í deildinni og 25 mörk í öllum keppnum.
Excelsior er í 9. sæti hollensku B-deildarinnar, sex stigum frá umspilssæti um sæti í úrvalsdeildinni, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.